Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 95

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 95
1. tbl. 98. árg. 2022 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 95 Enska orðið dignity kemur frá latneska orðinu dignitas/dignus sem þýðir að vera verðugur (Anderberg o.fl., 2007). Þegar fræðilegur bakgrunnur orðsins dignity er skoðaður má segja að það feli í sér tvær ólíkar merkingar, algilda og afstæða Algilda merkingin felur það í sér að allar manneskjur hafa gildi óháð aðstæðum eða utanaðkomandi áhrifum. Að hafa gildi og eiga tilkall til virðingar er einfaldlega hluti af því að vera manneskja. Þessi algildi er forsenda siðferðslegra gilda og mannréttindi eru byggð á þessari merkingu. Afstæða merking hugtaksins er fólgin í virðingu út frá eigin upplfiun (sjálfsvirðingu) eða út frá framkomu annarra (Jacobson, 2007). Í þessari grein er valið að nota orðið virðing yfir enska orðið dignity þar sem það er orðið sem mest er notað yfir þetta hugtak og vísar þá til afstæðar virðingar sem er samt aldrei hægt að taka úr samhengi við algilda virðingu. Veikindi og afleiðingar þeirra eru utanaðkomandi þættir sem hafa áhrif á virðingu. Það er eitt af hlutverkum hjúkrunarfræðinga að viðhalda virðingu sjúklinga (Condon og Hegge, 2011). Rannsóknir hafa sýnt að sjúklingar sem upplifa virðingu frá heilbrigðisstarfsfólki sýna betri meðferðarheldni, hlúa betur að forvörnum og eru ánægðari með umönnun sína (Jacobson, 2009). Virðing hefur áhrif á sjálfsálit og getur þar með haft áhrif á líkamlega og andlega heilsu. Lágt sjálfsálit hefur verið tengt við neikvæðar tilfinningar og getur leitt til kvíða og þunglyndis (Clark, 2010). Það að við getum haft áhrif á virðingu skjólstæðinga okkar og þar með andlega líðan varð til þess að áhugi kviknaði á að skoða nánar hugtakið virðing í heilbrigðiskerfinu. Tilgangurinn með þessu verkefni var að skoða hvernig hjúkrunarfræðingar geta í daglegu starfi sínu viðhaldið og eflt tilfinningu skjólstæðinga sinna um virðingu. Ákveðið var að gera fræðilega samantekt og nota aðferðafræði rýnirannsóknar til að skoða betur virðingu í heilbrigðisþjónustu. Rannsóknarspurningin var: „Hvernig viðhalda og efla hjúkrunarfræðingar virðingu sjúklinga?“ INNGANGUR KATRÍN EDDA SNJÓLAUGSDÓTTIR Landspítali DR. ERNA HARALDSDOTTIR Columba’s Hospice, Queen Margaret University Edinburgh Uk. Að efla virðingu í daglegri hjúkrun Ritrýnd grein | Peer review Höfundar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.