Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 64

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 64
COVID-19 faraldurinn hefur haft margþætt áhrif á nemendur í hjúkrunarfræði en umtalsverðar breytingar þurfti að gera á námi þeirra vorið 2020. Miklum breytingum getur fylgt streita og hafa rannsóknir meðal erlendra nemenda í hjúkrunarfræði mælt streitu sem miðlungs til alvarlega á tímum faraldursins. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna streitu nemenda í hjúkrunarfræði og tengsl streitu við stuðning, mat á eigin heilsu og upplifun á gengi náms. Jafnframt að kanna algengustu bjargráð nemenda við streitu og viðhorf þeirra til breytinga sem urðu á námi þeirra í fyrstu bylgju COVID-19. Um þversniðsrannsókn var að ræða. Öllum nemendum í grunnnámi við hjúkrunarfræðideildir Háskóla Íslands (N=545) og Háskólans á Akureyri (N=212) var boðin þátttaka. Svarhlutfall var 33,8%. Lýsandi- og ályktunartölfræði var notuð við gagnagreiningu. Streitukvarðinn Perceived Stress Scale-10 sem metur alvarleika streitu með 10 spurningum (spönn 0-40 stig) var notaður, fleiri stig benda til aukinnar streitu. Þátttakendur svöruðu einnig spurningum um þætti sem geta haft áhrif á streitu, helstu bjargráð sem þeir notuðu og viðhorf til breytinga sem gerðar voru á námi þeirra. Þátt tóku 256 nemendur; meðalaldur var 27,8 ár (sf=6,6). Meðaltal streitustiga var 18,1 (sf=7,03; spönn=1-37), sem er talin miðlungsstreita. Langflestir sögðust hafa nægan stuðning við námið (82,7%), og streitustig þeirra voru færri en hinna sem sögðust ekki hafa nægan stuðning (p=0,002). Helstu bjargráð þátttakenda við streitu voru að tala við fjölskyldu/vini eða hreyfa sig. Minnihluti leitaði eftir stuðningi hjá kennurum eða námsráðgjöfum. Meirihluti þátttakenda var ánægður/mjög ánægður með breytingar sem gerðar voru á náminu á tímum faraldursins en sagðist upplifa frekar mikla eða mjög mikla streitu tengda háskólanámi. Streita nemenda reyndist svipuð og í venjulegu árferði, og einnig streita tengd háskólanámi. Tengsl stuðnings og streitu undirstrika mikilvægi þess að huga að nemendum sem ekki njóta nægilegs stuðnings og hvernig nýta má betur ráðgjöf námsráðgjafa og kennara skólanna. Tilgangur ÚTDRÁTTUR Aðferð Niðurstöður Vísindasiðanefnd veitti leyfi fyrir rannsókninni,VSNb2017110012/03.01. Lykilorð: Nemendur, hjúkrunarfræði, streita, bjargráð, COVID-19. Ályktun HAGNÝTING RANNSÓKNARNIÐURSTAÐNA „Hvers vegna ættir þú að lesa þessa grein?“ Nýjungar: Niðurstöður rannsóknarinnar lýsa streitu sem hjúkrunarfræðinemar í grunnnámi við HA og HÍ fundu fyrir við lok fyrstu bylgju COVID-19 og þáttum henni tengdri, auk þess að gera grein fyrir viðhorfum nemenda til breytinga sem urðu á námi þeirra og mati nemenda á áhrifum þess á heilsu og gengi náms. Hagnýting: Efling jákvæðra bjargráða við streitu, og aukinn stuðningur getur haft jákvæð áhrif á streitu nemenda í hjúkrunarfræði. Um einn af hverjum 10 nemendum í þessari rannsókn upplifir streitu á alvarlegu stigi og þurfa háskólarnir að bregðast við því með markvissum hætti. Þekking: Meirihluti nemenda í hjúkrunarfræði mældist með miðlungsstreitu tengda námi á tímum COVID-19, en fleiri upplifðu streitu tengda háskólanámi. Með góðri samvinnu við alla hlutaðeigandi, þar með talið nemendur, reyndist unnt að gera breytingar á námi fyrirvaralítið sem flestir nemendur voru sáttir við. Áhrif á störf hjúkrunarfræðinga: Streita meðal nemenda í hjúkrunarfræði getur haft neikvæð áhrif á líðan og festu þeirra í starfi í framtíðinni. Mikilvægt er að kenna nemendum aðferðir til að draga úr streitu og þjálfa þá í notkun þeirra. Streita nemenda í hjúkrunarfræði í fyrstu bylgju COVID-19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.