Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 76

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 76
76 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 98. árg. 2022 og sérfræðiþekkingar, heldur séu þeir viðbót og stuðningur í krefjandi aðstæðum (Everett o.fl., 2017; Szabo o.fl., 2015; Urman o.fl., 2021). Þó að bráðatilfelli séu mögulega algeng á stórum sjúkra- stofnunum og í heilbrigðisgeiranum í heild sinni (Arriaga o.fl., 2013) lendir hver og einn starfsmaður sjaldan í slíkum aðstæðum og því er erfitt að verða sérfræðingur í meðferð þeirra ef eingöngu er byggt á reynslu (Schild o.fl., 2019). Rannsóknir sýna að erfitt getur reynst að treysta á þekkingu eina saman þegar sjaldgæf bráðatilfelli koma upp (Schild o.fl., 2019), meðal annars vegna neikvæðra áhrifa streitu á minni (Gleich o.fl., 2019). Í bráðatilfellum hefur notkun gátlista reynst vel og stuðlað að bættu öryggi sjúklinga (Rinieri o.fl., 2020; Turkelson o.fl., 2020) og hafa rannsóknir við þjálfun bráðatilfella við hermiaðstæður sýnt að viðurkenndu verklagi er frekar fylgt ef gátlistar eru notaðir (Arriaga o.fl. 2013; Hardy o.fl., 2018; Saxena o.fl., 2020). Ekki hafa allar rannsóknir sýnt gagnsemi í notkun gátlista í bráðatilfellum (Everett o.fl., 2017; Urman o.fl., 2021) sem vekur spurningar um hvaða hlutverk þættir eins og viðhorf fagfólks og mismunandi innleiðingarferli gegna (Clebone o.fl., 2017). Innleiðing gátlista Það sem talið er skipta mestu máli við innleiðingu gátlista er að innihald þeirra sé byggt á traustum þekkingargrunni og samræmist starfseminni sem þeim er gert að þjóna (Bergs o.fl., 2015; Clebone o.fl., 2017; Turkelson o.fl., 2020). Mikilvægt er talið að fagfólk sjái tilgang með notkun gátlistanna og telji þá vera til hagsbóta í starfi frekar en til trafala (Prielipp og Birnbach, 2016). Mikilvægur þáttur í því samhengi er að hafa væntanlega notendur með í innleiðingarferlinu (Goldhaber- Fiebert o.fl., 2020; Haugen o.fl., 2019). Þeir aðilar sem mest hafa rannsakað innleiðingu gátlista á skurðstofum hafa stofnað samtök í kringum þróun innleiðingar og þjálfun fagfólks. Þessi samtök halda í sameiningu úti heimasíðu, „OR emergency checklist implementation toolkit“ (https://www.implementing- emergencychecklists.org/), þar sem farið er yfir það sem þarf að hafa í huga við innleiðingu gátlista til notkunar í bráða- tilfellum á skurðstofum. Samtökin birta þar eigin gátlista sem öðrum stofnunum er frjálst að nýta. Mælt er með því að nýta forprófaða og viðurkennda gátlista og aðlaga þá að mismunandi starfsemi eða stofnunum (Gleich o.fl., 2019; Simmons og Huang, 2019). Starfshópur um notkun gátlista hjá Stanford-háskóla- sjúkrahúsinu, sem eru meðlimir í ofangreindum samtökum, mælir með eftirfarandi fjórum þrepum við innleiðingu gátlista til notkunar í bráðatilfellum á skurðstofum byggðum á rannsóknum um efnið: 1) að búa til (e.create), 2) að kynna (e.familiarize), 3) að nota (e.use) og 4) að samþætta (e.intigrate) (Goldhaber-Fiebert og Howard, 2013; Simmons og Huang, 2019). Tilgangur og markmið Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna viðhorf hjúkrunar- fræðinga og sérfræðilækna á skurðstofum SAk til notkunar gátlista við störf sín. Viðhorfsrannsóknin var gerð samhliða innleiðingu 15 gátlista vegna bráðra vandamála á skurð- Rannsóknarsnið og þátttakendur Megindlegt rannsóknarsnið framsýnnar, lýsandi saman- burðarrannsóknar var notað. Þýðið var hjúkrunarfræðingar og sérfræðilæknar sem störfuðu við svæfingadeild og skurðstofu SAk á þeim tveim tímapunktum sem spurningalistarnir voru lagðir fyrir og var úrtakið allt þýðið, 47 (september 2020) og 46 (janúar 2021) einstaklingar. Spurningalisti, saminn af höfundum var lagður fyrir og fengu þátttakendur einkvæm rannsóknarnúmer, þannig að hægt væri að bera saman svör fyrir og eftir kynningu gátlistanna án þess að hægt væri að rekja svör til einstakra þátttakenda. Mælitæki Höfundar útbjuggu spurningalista um viðhorf til notkunar gátlista á skurðstofum, með sérstakri áherslu á bráðatilfelli. Einnig var spurt út í viðhorf til gátlista WHO sem notaður hefur verið á skurðstofum SAk síðan 2011. Spurningalistinn innihélt 12 lokaðar og fjórar hálfopnar– spurningar, auk tveggja opinna spurninga í lokin sem buðu upp á almennar athugasemdir þátttakenda. Hugtakið gátlisti var skilgreint í upphafi spurningalistans til að tryggja að skilningur þátttakenda á hugtakinu væri sá sami og rannsakenda. Bakgrunnsbreytur tengdust: starfsstétt, sérfræðigrein og starfsaldri á sérfræðisviði. Viðhorfsspurningar voru settar upp á fimm þrepa Likert-kvarða og við útreikninga voru þrepunum gefin gildin 1-5, þar sem lægra gildi var jákvæðara svar. Dæmi um viðhorfsspurningar má sjá í töflu 2. Spurningar varðandi notkun gátlista við mismunandi bráðatilfelli (sjá töflu 5) og mögulega kosti og ókosti við notkun þeirra (sjá töflu 3 og 4) voru settar upp í valflokkaspurningar á nafnkvarða og boðið upp á valmöguleikann „annað“. Forprófun var gerð á spurningalistanum meðal sjö hjúkrunar- fræðinga og sérfræðilækna sem störfuðu á skurðstofum annars staðar en á SAk og voru minniháttar úrbætur gerðar á spurningalistanum í kjölfarið. Innleiðingarferli Á rannsóknartímanum var farið í gegnum fyrstu tvö af fjórum þrepum fyrrnefnds innleiðingaferlis (Goldhaber-Fiebert og Howard, 2013; Simmons og Huang, 2019). Að búa til: Gátlistar við bráðum vandamálum á skurðstofu voru upphaflega þróaðir og prófaðir hjá Brigham and Women’s Hospital /Harvard Medical School (Arriaga o.fl., 2013) og síðar þýddir á íslensku og innleiddir á skurðstofum Landspítala af Martini Inga Sigurðssyni. Um er að ræða 15 gátlista til notkunar í mismunandi bráðatilfellum á skurðstofu. Gerðar voru smávægilegar breytingar á listunum til að staðfæra þá að notkun á SAk og var endanlegt innihald þeirra samþykkt af yfirlækni svæfingadeildar SAk. AÐFERÐ Gátlistar vegna bráðra vandamála á skurðstofu stofunum. Borin voru saman viðhorf milli starfsstétta (hjúkrunarfræðinga og sérfræðilækna), milli starfssviða (svæfingasviðs og skurðsviðs) og eftir starfsreynslu á sérsviði. Einnig var skoðað hvort breyting yrði á viðhorfi að loknum tveimur þrepum af fjórum í innleiðingarferli gátlistanna á skurðstofunum. 1.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.