Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 75
1. tbl. 98. árg. 2022 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 75
Það er mannlegt að gera mistök. Mannleg mistök hafa í eðli sínu misalvarlegar afleiðingar
eftir því á hvaða vettvangi þau eru gerð (Arriaga o.fl., 2013). Mistök í svokölluðum há áhættu
starfsgreinum eru sérstaklega talin geta haft verulega alvarlegar afleiðingar og jafnvel kostað
mannslíf (Jones o.fl., 2018; Saxena, o.fl., 2020). Notkun gátlista sem hjálpartækja hefur lengi
tíðkast í ýmsum starfsgreinum eins og flugsamgöngum, geimvísindum og kjarnorkustarfsemi
til að fækka mistökum (Goldhaber-Fiebert o.fl., 2015; Hepner o.fl., 2017; Simmons og Huang,
2019).
Gátlistar á skurðstofum
Talið er að allt að 50% mistaka í svæfingum og skurðaðgerðum sé hægt að fyrirbyggja (de Jager
o.fl., 2019) og að meirihluti þeirra verði vegna mannlegra þátta eins og ófullnægjandi samskipta
eða þegar teymisvinnu er ábótavant (Jones o.fl., 2018; Weller og Boyd, 2014). Síðan á seinni
hluta 20. aldar, þegar byrjað var að beina athygli að öryggi sjúklinga í svæfingum á heimsvísu
(Saxena o.fl., 2020), hafa víðtækar rannsóknir varðandi öryggi verið gerðar og ýmsar tillögur
um úrbætur settar fram (Marshall, 2013; Weller og Boyd, 2014). Meðal úrbóta er innleiðing
gátlista á skurðstofum, bæði til notkunar í hefðbundinni starfsemi sem og í bráðatilfellum (Low
o.fl., 2012). Þar hefur verið horft til jákvæðra áhrifa slíkra gátlista innan flugsamgangna (Clay-
Williams og Colligan, 2015).
Árið 2008 gaf Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) út gátlista til notkunar við almennar
svæfingar og skurðaðgerðir með það að markmiði að auka öryggi sjúklinga (de Jager o.fl.,
2019). Sýnt hefur verið fram á að dauðsföllum og öðrum alvarlegum fylgikvillum svæfinga og
skurðaðgerða fækkaði eftir innleiðingu gátlistans (Arriaga o.fl., 2013; Haugen o.fl., 2019). Gátlisti
WHO hefur verið notaður á skurðstofum Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) síðan 2011.
Skiptar skoðanir eru á því hversu vel fagfólki í svæfingum gengur að tileinka sér notkun gátlista
sem hjálpartækja en þó virðist rannsóknum bera saman um að meiri vilji sé fyrir notkun gátlista
í bráðatilfellum en við dagleg störf, að undanskildum fyrrnefndum gátlista WHO (Burian
o.fl., 2018; Prielipp og Birnbach, 2016). Rannsóknir á viðhorfi fagfólks til notkunar gátlista á
skurðstofum hafa leitt í ljós að viðhorfið er að mestu jákvætt og flestir telja að gátlistar séu til
bóta (Huang o.fl., 2019; Krombach o.fl., 2015).
Þeir þættir sem helst hafa verið nefndir gegn því að nota gátlista eru að þeir séu tímafrekir
(Bergs o.fl., 2015), geti leitt athygli frá sjúklingum (Goldhaber-Fiebert o.fl., 2020) og þeir trufli
flæði í starfsemi á skurðstofum (Burian o.fl., 2018). Rannsóknir benda þó til að með markvissri
þjálfun í notkun gátlista megi bæta alla þessa þætti (Burian o.fl., 2018; Marshall, o.fl., 2016). Þá
hefur einnig verið bent á mikilvægi þess að gátlistar komi ekki í stað gagnrýninnar hugsunar
INNGANGUR
EYRÚN BJÖRG ÞORFINNSDÓTTIR
Sjúkrahúsið á Akureyri, Háskólinn á
Akureyri
ÁRÚN KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR
Háskólinn á Akureyri, Sjúkrahúsið á
Akureyri
MARTIN INGI SIGURÐSSON
Landspítali, Háskóli Íslands
Innleiðing gátlista
vegna bráðra vanda-
mála á skurðstofu á
Sjúkrahúsinu á Akureyri
Viðhorfsrannsókn
og samantekt á
innleiðingarferli
Ritrýnd grein | Peer review
Höfundar