Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 96

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 96
96 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 98. árg. 2022 Að efla virðingu í daglegri hjúkrun ákveðins tímaramma, samanber meðferðarrannsóknir sem byggja á síbreytilegri tækni. Leitin var þrengd við English language, human, article, review og í Scopus var leitin einnig þrengd við nursing. Val á greinum Leitin gaf 2.670 niðurstöður. Rennt var yfir titla og 288 greinar valdar til að skoða nánar. Síðan var lesið yfir útdrætti og fjarlægðar þær greinar sem ekki voru taldar koma til greina eða tvö eða fleiri eintök voru af. Markmiðið var að finna greinar sem gáfu leiðbeiningar um virðingu á hagnýtan hátt. Greinarnar voru valdar með inntökuskilyrðum sem voru ekki fyrir fram mótuð eins og í kerfisbundinni fræðilegri samantekt, heldur var byggt á aukinni þekkingu og skilningi á aðferðum sem nýtast til að viðhalda og efla virðingu. Valdar voru þær greinar sem vörpuðu ljósi á hvernig hjúkrunarfræðingar gætu hagnýtt sér virðingu í daglegu starfi og hvernig hugtakið virðing gæti birst sem hluti af umönnun sjúklinga. Útilokaðar voru greinar sem fjölluðu um virðingu í sérhæfðum aðstæðum s.s. slysum, bráðamóttöku, gjörgæslu og sem sérstaklega fjölluðu um ákveðna sjúkdóma eins og t.d. alnæmi og geðsjúkdóma. Það var ekki talið samræmast tilgangi rýnisins að einblína á virðingu innan mismunandi sjúklingahópa heldur var markmiðið að auka skilning á virðingu almennt án tillits til sjúkdóma. Einnig voru rannsóknir sem sneru að börnum og unglingum teknar út og í staðinn var einblínt á rannsóknir á fullorðnum sjúklingum. Allar greinar sem fjölluðu um lífslok og það að deyja með reisn voru fjarlægðar sem og heimspekilegar greinar um hugtakið virðingu og Rýnirannsókn Gerð var fræðileg samantekt á leiðum til að viðhalda og efla virðingu með því að nota aðferðafræði rýnirannsóknar (e. Scoping studies) (Arksey og O’Malley, 2005). Rýnirannsóknir eru kerfisbundnar eins og hinar hefðbundnu fræðilegu samantektir og farið er í gegnum fimm stig: 1. Sett er fram rannsóknarspurning. 2. Leitað er að rannsóknum sem fela í sér nákvæma skráningu við leit svo hægt sé að framkvæma hana aftur. Ólíkt hefðbundinni, fræðilegri samantekt mega rannsóknarsniðin vera margvísleg. Leitað er í rafrænum gagnasöfnum, heimildaskrám, lykiltímaritum og efni frá stofnunum og ráðstefnum. 3. Val á rannsóknum er eins og í hefðbundinni fræðilegri samantekt. Ekki eru sett fyrir fram fastmótuð skilyrði fyrir inntöku heldur byggt á aukinni þekkingu á fræðunum við valið. 4. Niðurstöður eru kortlagðar í frásögn í stað úrdrátta gagna eða tölfræðilegra niðurstaðna. 5. Settar eru fram niðurstöður úr öllum gögnunum í stað hluta þeirra. Gagnaleit Leitarorðin sem voru notuð voru: Dignity in healthcare, dignity nursing, fostering dignity. Heimildaleit fór fram frá október 2017 til janúar 2018. Gagnasöfnin sem leitað var í voru Pubmed, Web of Science og Scopus. Leitað var að efni frá 1997-2017. Ákveðið var að hafa tímabil leitar vítt þar sem hugtakið virðing er ekki breytilegt eða fellur úr gildi innan AÐFERÐ Mynd 1. Prisma-flæðiskema Greinar sem stóðust inntökuskilyrði N=29 Greinar valdar inn í samantekt N=14 Greinar úr gangasöfnum Pubmed, Web of Science og Scopus N=2670 Lesið yfir titla og valdar greinar til að skoða nánar N=2670 Greinar fundnar með handleit N=0 Lesið yfir útdrætti og fjarlægðar þær greinar sem ekki uppfylltu skilyrði um hagnýtingu niðurstaðna og greinar í tvíriti Alls greinar fjarlægðar N=259 Rannsóknir sem gerðar voru á hjúkrunarheimilum fjarlægðar N=15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.