Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 104

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 104
Offita snemma á lífsleiðinni getur haft margvíslegar afleiðingar og eru börn með offitu oftar greind seinna á lífsleiðinni með ýmsa sjúkdóma en börn sem eru í kjörþyngd. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna holdafar grunnskólabarna á Suðurnesjum og tengsl við lífsstílsþættina matar- og drykkjarvenjur, D-vítamín inntöku, líkamlega hreyfingu og svefn. Rannsóknin var megindleg, lýsandi þversniðsrannsókn. Gögnin voru fengin úr Ískrá, sjúkraskrárkerfi skólaheilsugæslu og byggðust á upplýsingum um nemendur sem voru í 1., 4., 7. og 9. bekk á Suðurnesjum (N=1430). Úrtakið (n=1402) voru allir þeir nemendur sem áttu mælingar í Ískrá skólaárið 2019-2020. Af þeim voru 447 nemendur sem mældust of þungir eða með offitu. Alls voru 284 (20%) nemendur í yfirþyngd og 163 (12%) með offitu. Hæsta hlutfall nemenda í yfirþyngd var hjá stúlkum í 7. bekk (24%) og hæsta hlutfall nemenda með offitu var hjá drengjum í 9. bekk (17%). Marktækt fleiri nemendur reyndust vera í ofþyngd eða með offitu af þeim sem ekki borðuðu morgunmat (p=0,004), stunduðu ekki íþróttir eða reglulega hreyfingu í 7. og 9. bekk (p=0,013) og fóru seint að sofa í bæði 1. og 4. bekk (p=0,001) og 7. og 9. bekk (p=0,007). Í 9. bekk fannst við tvíkosta aðhvarfsgreiningu að fyrir hvern lífsstílsþátt þar sem farið var eftir leiðbeiningum um lífsstílsþætti minnkaði það líkurnar á að vera í yfirþyngd eða með offitu um 18%. Samkvæmt rannsókninni eykst hlutfall barna í ofþyngd og með offitu eftir því sem þau eldast og virðist það að borða ekki morgunmat, hreyfa sig ekki nóg og að sofa of lítið hafa marktæk áhrif þar á. Til að sporna við áframhaldandi þróun á yfirþyngd og offitu barna ætti að leggja áherslu á aukna fræðslu um forvarnargildi þessara þriggja þátta, einkum í eldri bekkjum, og gegna skólahjúkrunarfræðingar þar lykilhlutverki. Tilgangur ÚTDRÁTTUR Aðferð Niðurstöður Lykilorð: Börn, ofþyngd, offita, lífsstílsþættir, skólaheilsugæsla. Ályktun HAGNÝTING RANNSÓKNARNIÐURSTAÐNA „Hvers vegna ættir þú að lesa þessa grein?“ Nýjungar: Ákveðnir lífsstílsþættir geta aukið áhættu barna og ungmenna á að verða of þung eða of feit og má þar sérstaklega nefna svefn, hreyfingu og hvort morgunmatar sé neytt. Hagnýting: Þyngdaraukning barna eykst á unglingsaldri og er það mikilvægt hlutverk skólahjúkrunarfræðinga að reyna að fyrirbyggja það að börn og unglingar þyngist of mikið og/eða of hratt. Þekking: Niðurstöður rannsóknarinnar dýpka þekkingu á þáttum sem leitt geta til yfirþyngdar og offitu hjá grunnskólabörnum. Áhrif á störf hjúkrunarfræðinga: Mikilvægt er að endurmeta reglulega hvar þörfin á áherslu í fræðslu til grunnskólabarna, (foreldra þeirra og skólanna) liggur til að gera starf skólahjúkrunarfræðinga sem skilvirkast. Holdafar grunnskólabarna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.