Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 37

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 37
1. tbl. 98. árg. 2022 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 37 Elín Ögmundsdóttir er sérfræðingur í gjörgæsluhjúkrun nýbura. Hún hefur frá árinu 1992 starfað á Vökudeildinni/ nýburagjörgæsludeildinni og er hluti af flutningsteyminu. Elín settist niður með blaðamanni á köldum febrúarmorgni og sagði frá teyminu og verkefnum þess. Öryggismál að hafa flutningsteymið „Sjúkraflutningar hafa alltaf verið hluti af starfseminni, alveg frá opnun deildarinnar árið 1976,“ segir Elín. „Formlegt flutningsteymi hefur verið starfandi í rúm tólf ár. Áður fyrr var ekki formlegt skipulag á flutningunum, þeir sem komust hverju sinni fóru í flutninga. Svo ákváðum við að stofna formlegt teymi til að auka gæði þjónustunnar. Teymið fær fræðslu um flutninga og kennslu á tækin sem eru notuð í flutningum. Þá er farið yfir áhættuþætti og hvaða áhrif það hefur á lífeðlisfræði nýburans að vera í háloftunum. Að geta reiknað út hve lengi súrefnisbirgðirnar duga er til dæmis mikilvægt. Við æfum líka það sem getur komið upp á. Við erum með skráningarblöð þar sem við skráum hvað gekk vel og hvað hefði mátt betur fara. Teymið hefur sótt ráðstefnur um sjúkraflutninga nýbura. Við höldum svo teymisfund árlega þar sem við förum yfir uppákomur og deilum reynslu okkar og lærum þannig af hvert öðru. Það er klárlega öryggismál fyrir landsbyggðina að hafa teymið. Við erum nýburasérfræðingar Íslands. Stuttur viðbragðstími Hvert eru þið að flytja börnin? „Þetta skiptist í tvennt, það eru skipulagðir flutningar og svo bráðir flutningar. Skipulögðu flutningarnir eru þegar börn eru flutt út í hjartaaðgerðir eða aðrar stórar aðgerðir. Börnin eru yfirleitt flutt út nokkrum dögum eftir fæðingu. Oftast eru börnin ekki í öndunarvél og í nokkuð stöðugu ástandi. Þau eru gjarnan með smásúrefni og prostaglandíndreypi sem er gefið til þess að halda fósturæðinni opinni. Þetta eru allt að 12-14 flutningar á ári. Áfangastaðurinn fer eftir því við hvaða sjúkrahús eru samningar hverju sinni. Börn hafa verið flutt til Englands, Danmerkur, Bandaríkjanna og nú síðustu árin aðallega til Svíþjóðar. Svo förum við líka stundum út aftur og sækjum börnin að aðgerð lokinni. Ef börn eru mjög veik og þurfa að flytjast erlendis kemur gjarnan sérhæft teymi frá Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi í sérútbúinni þotu. Bráðir flutningar eru að mestu flutningar innanlands en stundum frá Grænlandi. Þá er um að ræða börn sem fæðast óvænt slöpp á fæðingarstöðum á landsbyggðinni þar sem ekki er nýburagjörgæsla, eða aðstaða til að sinna þeim, nema til skemmri tíma. Markmiðið er að sækja börn sem þurfa sérhæfða meðferð og flytja á nýburagjörgæsluna. Þessir flutningsleggir eru yfirleitt ekki mjög langir, innan við klukkustund en vissulega lengri til Grænlands. Þetta eru um 12 til 14 flutningar á ári. Við förum einnig í flutninga þar sem konur eru í hótandi fyrirburafæðingu. Oftast tekst að flytja móðurina á Landspítala áður en barnið fæðist en ef ekki þá erum við til staðar með búnað og þekkingu til að sinna barninu. Teymið hefur stuttan viðbragðstíma. Sem dæmi fæddist barn á Akranesi og 40 mínútum eftir fæðinguna var teymið komið á sjúkrahúsið þar til að sinna nýburanum og undirbúa flutning á nýburagjörgæsluna,“ útskýrir Elín. Þið flytjið börn bæði á landi og í lofti, ekki satt? „Já, það er rétt, við förum til nágrannasveitarfélaganna yfirleitt á sjúkrabíl en þegar við þurfum að fara um lengri veg fljúgum við oftast með sjúkraflugvél Mýflugs en stundum með þyrlu eða sjúkraflugvél Landhelgisgæslunnar.“ Þaulreynt starfsfólk í flutningsteyminu Elín segir að í teyminu séu sjö hjúkrunarfræðingar og þrír til fimm nýburalæknar og það fara alltaf tveir saman í flutninga, hjúkrunarfræðingur og læknir. En hvaða hæfni þurfa þessir aðilar að hafa? „Miðað er við að minnsta kosti fimm ára starfsreynslu hjá hjúkrunarfræðingunum en allir teymismeðlimir eru með umtalsvert lengri starfsreynslu en það. En það er aðallega að geta unnið sjálfstætt og vera lausnamiðaður því þú vinnur í aðstæðum sem eru mjög ólíkar þeim sem þú ert í dagsdaglega. Hafa þarf mikla faglega þekkingu og klíníska reynslu og hæfni til að geta starfað í teymi. Við erum alltaf bara tvö/tvær saman og verðum að geta unnið saman sem einn maður.“ Bættar lífslíkur þegar flutningsteymið sér um flutning nýbura og fyrirbura Fæðingarstöðum hefur fækkað mjög mikið hérlendis og á tímabili fækkaði flutningum eftir að fæðingar færðust í meira mæli til höfuðborgarinnar. Á landsvísu eru 75% fæðinga á Landspítala. Í gegnum tíðina hafa nýburar „Það er klárlega öryggismál fyrir landsbyggðina að hafa teymið. Við erum nýburasérfræðingar Íslands.“ Farteymi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.