Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 24
24 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 98. árg. 2022
Viðtal
margar þrautir og hindranir, í 21 km hlaupi sem er mín vegalengd,
eru til að mynda um 30 þrautir sem eru mistæknilegar og
miserfiðar. Margar af þessum hindrunum eru skylduhindranir
sem þýðir það að keppendur verða að geta klárað þær til þess að fá
að halda áfram keppni; allur burður, eins og til dæmis að hlaupa
með sandpoka eða trédrumba upp og niður brekkur, klifra yfir
háa veggi og undir gaddavír eða gegnum eitthvað eru dæmi um
hindranir sem keppendur verða að geta komist yfir. Ef ekki er
keppandi úr leik og fær ekki að halda áfram keppni en það eru
dómarar við hverja hindrun sem fylgjast með og sjá til þess að allir
fari eftir settum reglum,“ segir Óla. Og það eru ekki bara hindranir
á landi því hún segir að keppendur þurfi líka að synda yfir ár og
vötn. ,,Síðan er fullt af öðrum hindrunum sem eru tæknilegri og
krefjast meira af manni, til dæmis apastigar, spjótkast, kaðlaklifur,
minnispróf og alls konar veggjaklifur. Maður fær eina tilraun til að
klára þær hindranir og ef það klikkar er maður sendur á refsisvæði
og þarf að gera 30 „burpees“ (leggjast á kviðinn og hoppa upp
með hendur fyrir ofan höfuð) til að fá að halda áfram keppni. Ef
keppandi klárar ekki skylduhindrun þá er hann úr leik en ef hann
klikkar á öðrum hindrum þarf að klára refsinguna og halda svo
áfram,“ útskýrir Óla hress í bragði.
Keppt í freðnu fjalllendi og heitum eyðumerkursandi
En hvernig upplifun var það að keppa á heimsmeistaramóti í fyrsta
sinn? ,,Það var mikil reynsla, mótið var haldið lengst uppi í fjöllum
og það var rosalega kalt í veðri. Það kom stormur nóttina fyrir
keppnisdag og það var allt snjóhvítt þegar mótið hófst, ég þurfti
til dæmis að synda í ísköldu vatni sem var frosið við bakkana.
Það er ekki nóg með að umhverfið sé oft erfitt yfirferðar í þessum
hlaupum því veðrið leikur líka stóran þátt í því hvernig gengur.
Á seinna heimsmeistaramótinu sem ég fór á voru aðstæður
„… það er rosalega erfitt að
hlaupa í eyðimerkursandi, það
er eins og að hlaupa í hveiti
því sandurinn er svo fíngerður.
Skórnir mínir fylltust af sandi,
þrátt fyrir sérstakar skóhlífar,
táneglurnar krömdust og duttu
svo af ein af annarri.“
Ólafía varð heimsmeistari í
21 km Spartan Race hlaupi
árið 2019