Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 38

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 38
38 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 98. árg. 2022 Farteymi stundum verið fluttir án samráðs við nýburagjörgæsluna. Því fór nýburagjörgæslan í átaksverkefni, í samstarfi við miðstöð sjúkraflugs á Akureyri, með það að markmiði að kynna teymið á fæðingarstöðum á Íslandi og það áhersluatriði að flutningsteymið sjái um flutninginn. Til er verklag um að flutningur á veikum nýburum skuli vera í höndum flutningsteymisins. Teymið vill gjarnan mæta á staðinn, meta börnin, gera þau flutningshæf og sjá um flutninginn. Kynningarstarfið hefur borið árangur en bráðum sjúkraflutningum innanlands hefur fjölgað síðastliðin fjögur ár,“ segir Elín. „Við komum með gjörgæslumeðferðina til barnsins og flytjum það til áframhaldandi meðferðar á Vökudeildina. Það hefur verið sýnt fram á bætta útkomu hjá börnum þegar sérhæfð flutningsteymi sjá um flutning á veikum nýburum og fyrirburum. Bættar lífslíkur, færri fylgikvillar og minni líkur á óvæntum uppákomum í flutningi. Fyrir flutning gefur teymið sér tíma til að undirbúa sjúklinginn fyrir flutning. Það eru teknar röntgenmyndir og blóðprufur ef þarf. Settir upp æðaleggir, sjúklingar barkaþræddir og sett dren ef ástæða er til. Það getur tekið tvær til þrjár klukkustundir að undirbúa fyrir flutning því meðan á flutningi stendur er best að gera sem minnst og oft ekki hægt að gera allt. Sem dæmi er ekki hægt að hlusta lungu í þyrlu því það er of mikill hávaði og titringur. Þau eru í viðkvæmu ástandi eftir fæðingu og að bæta flutningi ofan á getur verið mikið álag. Oftast fara foreldrar með í bráðan flutning en stundum eru mæðurnar ekki í ástandi til að fara með svo skömmu eftir fæðingu. Þá fær móðirin tækifæri til að ferðast til barnsins um leið og hún getur.“ Nýburar á Saga Class Elín segir að öllu jöfnu sé hægt að skipuleggja flutninga á börnum sem þurfa að fara erlendis með nokkurra daga fyrirvara en þá er flogið með farþegaflugi. „Við eigum í góðu samstarfi við Icelandair. Ég á góða vinkonu þar sem ég get hringt í nánast hvenær sem er sólarhrings og hún reddar flugi. Við fljúgum þá á Saga Class en flugfélagið tekur úr sætaraðir fremst fyrir flutningskassann. Við sitjum þá fyrir aftan barnið og foreldrarnir eru að sjálfsögðu með líka. Það kostar mikinn undirbúning að fara í svona flug. Fyrst þarf að skipuleggja flutninginn til Keflavíkur með sjúkrabíl þar sem þarf að fara í gegnum öryggiseftirlit og landamæraskoðun. Svo kemur sjúkrabíll frá Lundi í Svíþjóð til Kastrup í Danmörku til að sækja nýburann, flutningsteymið og foreldrana. Þaðan er ekið yfir Eyrarsundsbrúna á barnagjörgæsluna í Lundi.“ Viðkvæmir flutningar „Nýburar eru viðkvæmir fyrir áreiti eins og ljósi, hitabreytingum, titringi og hávaða. Besti flutningsmáti fyrir nýbura er í móðurkviði en það er að sjálfsögðu ekki alltaf hægt. Hitastjórnun getur verið krefjandi. Við erum með hitakassa sem heldur á þeim hita en það má stilla hitastigið frá 26 gráðum upp í 37 gráður allt eftir því hver þörf barnsins er. Svo er sett yfir kassann yfirbreiðsla sem verndar barnið gegn ljósi og hjálpar hitakassanum að halda uppi hitastigi í köldu veðri. Það eru líka litlar eyrnahlífar sem er sett á eyrun en þær taka að sjálfsögðu bara hluta af hljóðinu. Til að halda hita og raka á litlum fyrirburum eru þeir settir í plastpoka. Það er allt reynt til að gera flutninginn bærilegan, í hitakassanum liggja börnin á sérstakri grjónadýnu sem er lofttæmd og þá liggur hún fullkomlega við líkama þeirra. Einnig fer net yfir líkamann sem skorðar hann þannig af. Þá er öruggt að barnið hreyfist ekki til í ókyrrð og lítil hætta er á að línur og leggir færist úr stað,“ útskýrir Elín. Hún segir að viðmið fyrir lífsmörk breytist í flugi. „Súrefnismettun lækkar í háloftunum og við getum þurft að sætta okkur við lægri súrefnismettun. Ef barn mettar illa á jörðu niðri þá mettar það verr í flugi. Í öllum holrýmum líkamans þenst loft út sem getur valdið vandræðum fyrir barnið. Þau hafa til dæmis ekki getu til að losa loft sem þenst út í maganum. Þess vegna þarf að setja magasondu fyrir flutning til að koma í veg fyrir uppþembdan maga. Það sama gildir um loftbrjóst, það getur versnað mikið í flugi og því þarf að útiloka slíkt og meðhöndla sé það til staðar.“ „Það hefur verið sýnt fram á bætta útkomu hjá börnum þegar sérhæfð flutningsteymi sjá um flutning á veikum nýburum og fyrirburum. Bættar lífslíkur, færri fylgikvillar og minni líkur á óvæntum uppákomum í flutningi.“ Elín Ögmundsdóttir Hrólfur Brynjarsson nýburalæknir og Sigríður María Atladóttir hjúkrunarfræðingur sinna nýbura
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.