Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 80

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 80
80 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 98. árg. 2022 Gátlistar vegna bráðra vandamála á skurðstofu gátlistar eru notaðir. Í rannsókn Arriaga og félaga (2013) kom einnig fram að flestir myndu framvegis kjósa að nota gátlista í bráðatilfellum og 97% vildu að gátlistar yrðu notaðir ef upp kæmu neyðartilfelli þar sem þeir sjálfir væru sjúklingar. Þetta samræmist niðurstöðum þessarar rannsóknar þar sem mikill meirihluti þátttakenda var jákvæður fyrir notkun gátlista í þeirra eigin meðferð. Í samantektarrannsókn Saxena og félaga frá 2020 kemur fram að í 23 af samtals 25 rannsóknum sem fjallað var um, var hægt að tengja notkun gátlista við minni líkur á mannlegum mistökum, aukið öryggi sjúklinga, bætta teymisvinnu og aukin gæði meðferðar. Átta rannsóknir í samantektinni fjölluðu um notkun gátlista við þjálfun bráðatilfella við hermiaðstæður og sýndu þær allar fram á bætta meðferð ef notaðir voru gátlistar (Saxena, 2020). Þegar kemur að mögulegum ókostum við notkun gátlista, sýndu niðurstöðurnar að einhverjir þátttakenda óttuðust að notkun þeirra tefði fyrir meðferð. Eins sýndu svör við opnum spurningum að þátttakendur höfðu áhyggjur af því að notkun gátlista kæmi í stað gagnrýninnar hugsunar sérhæfðs fagfólks. Þetta samræmist niðurstöðum Krombach og félaga (2015) en þar töldu 31% að gátlistar gætu tafið meðferð og 27% töldu þá geta leitt athygli frá meðferð sjúklinga. Í rannsókn Goldhabert- Fiebert og félaga (2020) kemur fram að í þeim fáu tilfellum sem þátttakendum fannst notkun gátlista mögulega afvegaleiða meðferð í stutta stund, mátu þeir kostina við notkun þeirra meiri þegar á heildina var litið. Þeir álykta að engir gátlistar komi í stað sérfræðiþekkingar og leiðtogahæfileika en gátlistar geti verið mikilvægt hjálpartæki varðandi teymisvinnu og ákvarðanatöku í erfiðum aðstæðum. Í rannsókn Alidina og félaga (2018) kemur fram að mótstaða við notkun gátlista minnki líkurnar á árangursríkri innleiðingu. Þeir komust einnig að því að minni starfsstöðvar höfðu fjórfalt betri árangur í innleiðingu en stærri og að stuðningur stjórnenda og sérstakur aðili sem leiðir innleiðinguna skipta miklu máli varðandi hvernig til tekst. Skurðstofur SAk falla undir alla þessa þætti. Í heimildasamantekt Simmons og Huang frá 2019 kemur fram að árangursrík innleiðing sé vandasöm en ef vel tekst til geti innleiðing gátlista í bráðatilfellum orðið til þess að bjarga mannslífum og bæta lífsgæði, sem hljóti að vera hið endanlega markmið þeirra. Styrkleiki og takmarkanir rannsóknarinnar Styrkleiki rannsóknarinnar verður að teljast góð þátttaka, sérstaklega á T1 en þegar horft er á heildarsvörun þá svöruðu langflestir í þýðinu könnuninni. Því má álykta að niðurstöðurnar endurspegli vel viðhorf hjúkrunarfræðinga og sérfræðilækna á skurðstofunum til notkunar gátlista við störf sín. Meðal takmarkana rannsóknarinnar verður að telja smæð einingarinnar og að fáir þátttakendur hindra alhæfingar eða yfirfærslugildi niðurstaðna. Mælitækið hefur ekki verið notað áður, sem getur haft áhrif á réttmæti niðurstaðna en forprófun var gerð með það að markmiði að auka réttmæti þess. Heimsfaraldur COVID-19 gerði það jafnframt að verkum að innleiðing gátlistanna varð ekki eins og til stóð. Ekki var möguleiki á kynningu eða æfingum í hópum og því varð kynningin einungis rafræn. Þetta gæti skýrt minni þátttöku á T2. Einnig er möguleiki á valbjögun (e. selection bias) þar sem mögulegt er að einungis þeir sem eru sérstaklega jákvæðir eða neikvæðir gagnvart notkun gátlista séu líklegri til að taka þátt í spurningakönnun með valþátttöku. Ályktanir Höfundar álykta að góð þátttaka í rannsókninni og almennt jákvætt viðhorf, bæði til notkunar gátlista almennt og til hinna nýju Gátlista vegna bráðra vandamála á skurðstofu gefi tilefni til væntinga um áframhaldandi árangursríka innleiðingu gátlistanna á skurðstofum SAk. Slíkt innleiðingarferli getur tekið langan tíma og var einungis tveimur þrepum af fjórum lokið á rannsóknartímanum. Sérstakar þakkir fá þátttakendur í rannsókninni, hjúkrunarfræðingar og sérfræðilæknar sem starfa á svæfingadeild og skurðstofu Sjúkrahússins á Akureyri. Vísindasjóður Sjúkrahússins á Akureyri fær þakkir fyrir veittan styrk til rannsóknarinnar. ÞAKKIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.