Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 99

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 99
1. tbl. 98. árg. 2022 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 99 Ritrýnd grein | Peer review og að heilbrigðisstarfsfólk talaði ekki yfir sjúklingnum eins og hann væri ekki á staðnum (Lin og Tsai, 2010). Það var vanvirðing við sjúklinga að koma fram við þá eins og þeir væru ósýnilegir (Woodhead o.fl., 2006). Umhverfi Ellefu greinar nefndu umhverfi sem áhrifaþátt í að viðhalda og efla virðingu (Anderberg, 2007; Dawoos og Gallini, 2010; 42 Gallagher, 2004, Lin og Tsai, 2010; Lin o.fl., 2011; Matiti og Trorey, 2008; Papastavrou o.fl., 2016; Walsh og Kowanko, 2002; Webster og Bryan, 2009; Williams o.fl., 2016; Woolhead o.fl., 2006). Umhverfið var með undirþemanu aðbúnaður og næði. Aðbúnaður fól í sér þætti eins og einrými svo hægt væri að tjá tilfinningar sínar en það þyrfti þó ekki alltaf að þýða að þörf væri á einbýli. Einnig fól aðbúnaður í sér að salerni væru hrein og hjúkrunarfólk þvægi hendur sínar fyrir aðhlynningu. Næði fól í sér þætti eins og að draga tjöld fyrir rúm, hylja nekt og banka á dyr sjúklings áður en farið var inn á stofuna (Anderberg o.fl., 2007; Walsh og Kowanko, 2002; Williams o.fl., 2016; Webster og Bryan, 2009). Viðleitni starfsfólks til að tryggja næði var mikilvæg. Það þótti vanvirðing í því að blanda saman kynjum á stofu (Dawoos og Gallini, 2010). Það væri sérstaklega óþægilegt fyrir sjúklinga sem þyrftu nána umönnun, t.d. með vandamál tengt útskilnaði, að vera á stofu með sjúklingum af öðru kyni. Eins og áður hefur komið fram er það að viðhalda virðingu sjúklinga grundvöllur hjúkrunar (Condon og Hegge, 2011). Þessi fræðilega samantekt varpar ljósi á hugtakið virðingu í samhengi við hjúkrun með líkani sem samanstendur af fjórum undirhugtökum (mynd 4). Hvert undirhugtak skýrir síðan hvernig hjúkrunarfræðingar geta viðhaldið og eflt virðingu sem hl.uta af daglegri hjúkrun. Í fyrsta lagi skýrir líkanið þau tengsl sem eru á milli persónu- miðaðrar hjúkrunar og virðingar. Líkanið styður við þá hugmynd Anderberg (2007) að náin tengsl séu á milli persónumiðaðar hjúkrunar og virðingar, þar sem hugað er að UMRÆÐA Mynd 4. Virðing í daglegri hjúkrun Umhverfi Persónumiðuð hjúkrun Eiginleikar í framkomu hjúkrunar- fræðinga Samskipti einstökum þörfum, óskum og venjum sjúklinga á heildrænan hátt, það er að segja líkamlega, andlega, trúarlega og félagslega. Líkanið virðing í daglegri hjúkrun, leggur áherslu á mikilvægi sjálfstæðis (Delmar, 2013) og þess að taka tillit til persónulegra sjónarmiða sjúklinga, að þeir upplifi að þeir séu þátttakendur í ákvörðunum sem snúa að umönnun þeirra og þeir hafi val. Þessum niðurstöðum ber saman við kenningu McCormack og McCance (2006) um persónumiðaða hjúkrun sem kemur inn á mikilvægi þess að virða gildi og viðhorf sjúklinga sem og mikilvægi þess að tekið sé tillit til þessara þátta í allri ákvarðanatöku sem lýtur að meðferð og umönnun sjúklinga. Lohne o.fl. ( 2017) benda á að hafa þekkingu á persónuleika sjúklings styðji við og viðhaldi virðingu. Rannsóknir hafa sýnt fram á að það að sjúklingar fái að segja sögu sína stuðli að persónumiðaðri hjúkrun (Heggestad og Slettebö, 2015; Heijkenskjöld o.fl., 2017). Þetta samræmist kenningum kanadíska geðlæknisins Harvey Max Chochinov (Chochinov, 2007; Dignity in Care, 2016) sem setti fram virðingarspurninguna: „Hvað þarf ég að vita um þig svo ég geti veitt þér sem bestu umönnun?“ Spurningin getur hjálpað okkur við að veita persónumiðaða hjúkrun með því að horfa á einstakar aðstæður og persónuleika sjúklings. Undanfarin ár hefur verið aukin áhersla á þátttöku sjúklings í ákvarðanatöku í heilbrigðiskerfinu í stað forsjárhyggju og mælt er með að heilbrigðisstarfsfólk spyrji sjúklinginn beint: „Hvað skiptir þig máli?“ (Barry og Edgman-Levitan, 2012). Í öðru lagi skýrir líkanið tengsl virðingar og eiginleika í framkomu hjúkrunarfræðinga (mynd 4). Þetta felur í sér að hjúkrunarfræðingar sýni sjúklingunum athygli og góðmennsku, séu málsvarar þeirra og félagar og hugi að litlu þáttunum (mynd 3). Niðurstöður úr fræðilegu samantektinni og líkanið sem sett er fram samræmdust kenningum Chochinov og félaga sem hafa mikið rannsakað virðingu og þróuðu ABCD (Attitude, Behavior, Compassion, Dialogue) viðhaldsmeðferð virðingar (Dignity in Care, 2016). Henni er ætlað að leiðbeina heilbrigðisstarfsfólki hvernig það geti alltaf haft grunngildi virðingar til hliðsjónar í sínu starfi og leggur mikla áherslu á þætti eins og viðhorf og eiginleika heilbrigðisstarfsfólks sem hornstein virðingar. Í þriðja lagi skýrir líkanið virðingu í daglegri hjúkrun, mikilvægi samskipta sem hluta af virðingu og ber saman við Dialogue í kenningu Chochinov og félaga (Dignity in Care, 2016). Undirþættir samskipta í líkaninu eru að hlusta á sjúkling og gefa tíma; skýr tjáskipti og hvernig ávarpað og upplýsingar og trúnaður (mynd 3). Það að hlusta og gefa sjúklingi tíma og skýr tjáskipti samræmist virkri hlustun. Virk hlustun sem meðferðarform er vel þekkt og er árangursrík til að veita tilfinningalegan stuðning. Hún er í raun undirstaða samskipta og felur í sér yrt og óyrt tjáskipti og gefur sjúklingum færi á að tjá líðan sína. Það að einhver hlusti getur hjálpað sjúklingnum að endurmeta reynslu sína og jafnvel finna sjálfur lausn sinna mála (Mesquita og Campos de Carvalho, 2014). Umhverfið er fjórða hugtakið í líkaninu virðing í daglegri hjúkrun (mynd 4) og skiptist það í aðbúnað og næði (mynd 3). Áhrif umhverfis á líðan sjúklinga hefur löngum verið þekkt í hjúkrun. Í bók Florence Nightingale, Notes of Nursing, fjallar hún um ábyrgð hjúkrunarfræðinga á umhverfinu í kringum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.