Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Síða 67

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Síða 67
1. tbl. 98. árg. 2022 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 67 Siðfræði Leyfi fyrir rannsókninni var fengið hjá deildarforseta hjúkrunarfræðideildar HÍ, sviðsforseta Heilbrigðisvísindasviðs HA og Vísindasiðanefnd (tilvísunarnúmer: 20-099). Þátttakendur fengu skriflegar upplýsingar um rannsóknina í tölvupósti ásamt beiðni um þátttöku og slóð á rannsóknina. Litið var á svörun spurningalistans sem samþykki fyrir þátttöku. Ekki var hægt að rekja svör til einstakra þátttakenda. Gagnagreining Gögnin voru greind með IBM SPSS-forritinu, útgáfu 26. Ekki reyndist marktækur munur á svörum nemenda við HÍ og HA hvað varðar breytur rannsóknarinnar og því voru svör þeirra sameinuð og greind sem um einn hóp væri að ræða. Þar sem fjöldi þátttakenda var ekki meiri en raun bar vitni var ákveðið að sameina svarmöguleika og vinna með þá þannig. Ef svörun var 80% eða meiri við PSS-10-kvarðanum var meðaltal notað til að reikna út heildarstig. Lýsandi gögn voru sett fram sem hlutföll og meðaltöl. Ályktunartölfræði var notuð til þess að lýsa tengslum milli breyta og notað til þess tvíhliða t-próf, einhliða ANOVA-dreifigreining, Tukey post hoc-próf og Pearson-fylgnistuðull. Miðað var við marktektarmörk p <0,05. Ritrýnd grein | Peer review Þátttakendur voru 256 og var meðalaldur þeirra 27,8 ár (sf=6,6; spönn=19-50). Svarhlutfall var 33,8%. Meirihluti þátttakenda (80,5%) var í launaðri vinnu með námi. Bakgrunn þátttakenda má sjá í töflu 2. Mismunandi fjöldatölur stafa af því að gögn vantar. NIÐURSTÖÐUR Streita nemenda í hjúkrunarfræði Streitustig voru að meðaltali 18,1 (sf=7,03; spönn=1-37). Um fjórðungur þátttakenda (25,5%) mældist með væga streitu (≤13 stig), 63,1% miðlungs streitu (14-26 stig) og 11,4% alvarlega streitu (27-37 stig). Hvorki reyndist marktækur munur á streitustigi nemenda eftir kyni (F=1,108(2); p=0,332), hjúskaparstöðu (t=-0,6(152); p=0,569), hvort þeir voru foreldrar (t=0,9(156); p=0,389), eftir námsárum (F=0,5(3); p=0,649), eða hvort þeir voru í launaðri vinnu með námi (t=-1,3(69); p=0,198). Ekki var heldur marktæk fylgni milli streitustiga og aldurs (r=-0,086; p=0,184). Tengsl streitustiga við upplifun á streitu í námi, má sjá í töflu 1. Meirihluti þátttakenda (77,6%,) sagðist upplifa mjög mikla/ frekar mikla streitu tengdu háskólanámi og 30,2% tengda samskiptum við kennara og höfðu þeir hærra meðaltal streitustiga samanborið við þá sem sögðust upplifa mjög litla/ frekar litla streitu tengda háskólanámi og í samskiptum við kennara. Tæplega helmingur (48,6%) fann fyrir mjög mikilli/ frekar mikilli streitu vegna skorts á námsleiðbeiningum. Þá sögðu 41,6% að þeir hefðu oftast/nær alltaf nægan tíma til að stunda námið og 29,8% að þeir höfðu stundum nægan tíma til að stunda námið og höfðu þessir tveir hópar lægra streitustig en þeir 28,6% sem sögðust nær aldrei eða sjaldan hafa tíma til þess að stunda námið. Upplifun nemenda í hjúkrunarfræði á eigin gengi í námi Meðalstreitustig var lægra hjá þeim sem sögðu fræðilega námið hafa gengið mjög vel/vel til samanburðar við þá sem sögðu fræðilega námið hafa gengið sæmilega, mjög illa/illa (p<0,001). Streitustig var einnig lægra hjá þeim sem sögðu fræðilega námið hafa gengið sæmilega til samanburðar við þá sem sögðu það hafa gengið illa/mjög illa (p<0,001). Munur var á meðaltali streitustiga milli hópa eftir gengi í klínísku námi (p=0,011) þannig að þeir sem sögðu að klíníska námið hefði gengið mjög vel/vel höfðu færri meðaltalsstreitustig en þeir sem sögðu það hafa gengið illa/mjög illa. Meðaltal streitustiga var lægra hjá þeim sem sögðust hafa náð að skipuleggja námið mjög vel/vel (p<0,001) og hjá þeim sem fannst mjög gott/gott að fá fjarkennslu, samanborið við þá sem náðu illa/mjög illa að skipuleggja námið og sem fannst mjög slæmt/slæmt að fá fjarkennslu (p=0,001). Þá var meðalsstreitustig hærra hjá þeim sem töldu að lokun bygginga háskólanna hefði haft áhrif á sig (p=0,002). Mat nemenda í hjúkrunarfræði á eigin heilsu Tæpur helmingur þátttakenda (46,5%) taldi almenna heilsu sína frábæra/mjög góða, 44,9% mátu líkamlega heilsu sína frábæra/mjög góða og 27,6% mátu andlega heilsu sína frábæra/mjög góða. Þeir sem töldu almenna heilsu sína sæmilega/slæma höfðu fleiri streitustig í samanburði við þá sem töldu almenna heilsu sína frábæra/mjög góða eða góða (p<0,001). Þeir sem töldu líkamlega heilsu sína slæma/ sæmilega eða góða höfðu fleiri streitustig en þeir sem töldu líkamlega heilsu sína frábæra/mjög góða (p<0,001). Þá mældust þeir sem töldu andlega heilsu sína slæma/sæmilega með fleiri streitustig en þeir sem töldu andlega heilsu sína góða sem aftur höfðu fleiri streitustig en þeir sem töldu heilsu sína frábæra/mjög góða (p<0,001). Tafla 2. Bakgrunnur þátttakenda (N = 256) n % Kyn Konur 242 95,3 Karlar 11 4,3 Annað 1 0,4 Hjúskaparstaða Gift/kvæntur/í sambúð/í föstu sambandi 74 29,2 Einhleyp/ur 179 70,8 Foreldri Já 84 33,1 Nei 170 66,9 Skóli Háskóli Íslands 155 60,8 Háskólinn á Akureyri 100 39,2 Námsár Fyrsta ár 69 27,3 Annað ár 56 22,1 Þriðja ár 55 21,7 Fjórða ár 73 28,9 Vinna með námi Já 206 80,5 Nei 50 19,5 Starfshlutfall ≤20% 73 36,3 21-50% 93 45,8 51-100% 36 17,9 Hugsað um að hætta í námi eða skipta um nám? Mjög oft/oft 32 12,7 Nokkuð oft 34 13,5 Sjaldan/aldrei 185 73,7
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.