Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 51

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 51
1. tbl. 98. árg. 2022 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 51 Fræðslugrein Að verða foreldri á tímum COVID-19 Rannsóknir benda til að ástand í samfélagi á borð við COVID-19 hafa víðtæk áhrif á geðheilsu einstaklinga og fjölskyldunnar í heild. Hræðsla við að smitast, einangrun, pirringur, leiði, skortur á vistum og upplýsingum, tekjutap og fordómar eru allt þættir sem hafa áhrif á líðan fjölskyldunnar (Russell o.fl., 2020). Konur sem áttu barn á tímum COVID-19 lýstu því að þeim fannst þær finna fyrir þunglyndi og upplifðu auknar tilfinningar s.s. um að vera týndar, yfirgefnar, örmagna, pirraðar, leiðar, reiðar og kvíðnar. Þekkt er að nýbakaðar mæður finni fyrir miklum tilfinningum í gegnum barneignarferlið en það að eignast barn á tímum heimsfaraldurs getur ýtt undir tilfinningasveiflur (Ollivier o.fl., 2021). Ollivier og félagar (2021) rannsökuðu áhrif COVID-19 faraldursins á foreldra. Stór hluti umönnunaraðila í rannsókninni taldi að það að eignast barn á tímum COVID-19 hafi haft neikvæð áhrif á andlega líðan. Ýmsir þættir höfðu þar áhrif s.s. skortur á félagslegum tengslum, sorgartilfinning í fæðingarorlofi sem var ekki eins og mæður höfðu reiknað með, einangrun frá ástvinum og ýmsir aðrir streituvaldar. Áhyggjur nýbakaðra mæðra voru miklar. Þær upplifðu að þær hefðu ekki fengið nægar upplýsingar um hvernig best væri að hugsa um nýburann og hefðu viljað fá betri upplýsingar um brjóstagjöf. Hjúkrunarfræðingar sem höfðu sinnt þeim þurftu í vaxandi mæli að sinna COVID-19 tengdum viðfangsefnum og þeim fannst þær vera skildar eftir einar í óvissunni með einungis símaráðgjöf og engin persónuleg tengsl. Þeim fannst þær missa frá sér stuðningsaðilann sem hefði annars verið með þeim í gegnum allt ferlið (Ollivier o.fl., 2021). Mæður og makar sem eignuðust barn á tímum COVID-19 voru mörg hver að takast á við önnur verkefni eins og að hugsa um önnur börn á heimilinu. Skólum og barnagæslum var stundum lokað vegna smita og sumir ákváðu að hafa börnin heima vegna hræðslu við smit. Fyrir einstæðar mæður gat þetta verið einkar erfitt og ömmur og afar áttu erfitt með að aðstoða nýbakaða foreldra af ótta við að smitast (Almeida o.fl., 2020). Mæður kunnu að meta stuðning heilbrigðisstarfsfólks og töldu samband við það vera mikilvægt. Án þess gátu mæður upplifað að þær væru gleymdar og yfirgefnar. Mæður misstu af stuðningi frá mömmuhópum, foreldratímum og öðrum félagslegum tengslum á tímum COVID-19. Tengslamyndun stórfjölskyldunnar við nýburann skertist og upplifðu mæður að fjölskyldur þeirra væru að missa af merkilegum atburðum í lífi barnsins sem hafði mikil áhrif á líðan þeirra (Ollivier o.fl., 2021). Samband, kynlíf og barneignir Aukið álag og streita geta haft mikil áhrif á rómantískt samband pars. Náið samband þar sem báðir einstaklingar upplifa öryggi og gagnkvæman stuðning er mikilvægt bæði fyrir andlega og líkamlega heilsu (Pietromonaco og Overall, 2020). Hvaða áhrif COVID-19 hefur haft á sambönd para er ekki að fullu þekkt en vitað er að margir upplifðu aukna streitu í kjölfar COVID-19 sem tengdist gjarnan fjárhagsáhyggjum og því að starfsöryggi var ógnað. Áhrif faraldursins á gæði og stöðugleika sambands er mismunandi milli para en það hvernig tekist var á við erfiðleika og hlúð að sambandinu fyrir faraldurinn hafði forspárgildi um það hvernig gekk að takast á við faraldurinn (Pietromonaco og Overall, 2020). Óvissan um hversu lengi faraldurinn mun hafa áhrif á líf fólks er mikil. Bráð og krónísk streita minnkar ánægju í parasambandi. Pör eru líklegri til að búa yfir bjargráðum til að viðhalda sambandinu þegar streita er í styttri tíma en þegar streitan verður krónísk er hætta á að þau dugi ekki lengur til (Pietromonaco og Overall, 2020). Li o.fl. (2020) rannsökuðu áhrif COVID-19 á ástarsambönd og kynheilbrigði í Kína. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu fram á að 22% þátttakenda fundu fyrir minnkaðri kynhvöt í kjölfar COVID-19 faraldursins og 41% þátttakenda upplifðu að tíðni kynmaka minnkaði. Helstu áhrifaþættirnir voru: Meira um truflanir á heimilinu, minna um persónulegt frelsi og lakari andleg líðan (Li o.fl., 2020). Margar konur höfðu áhyggjur af fjölskyldunni sökum óvissu með faraldurinn og vildu fresta barneignum (Chivers o.fl., 2020). Micelli o.fl. (2020) rannsökuðu lífsstílsbreytingar tengdar faraldrinum og áhrif þeirra á löngun til að verða foreldri. Niðurstöðurnar sýndu að af þátttakendum sem höfðu hugsað sér að eignast barn áður en faraldurinn skall á hættu 37,3% við barneignir í ljósi nýrra aðstæðna. Meginástæður þess voru í 58% tilvika áhyggjur af fjárhagsstöðu og einnig höfðu 58% áhyggjur af hvaða afleiðingar COVID-19 hefði á meðgönguna. Af þeim sem höfðu ekki hugsað sér að eignast barn fyrir faraldurinn fundu um 11,5% fyrir löngun til að verða foreldri þegar samkomutakmarkanir voru sem mestar og var sú þrá meira áberandi hjá konum en körlum. Af þeim sögðust 50% hafa þörf fyrir breytingu og 40% hafa þörf fyrir ánægjulegan atburð (Micelli o.fl., 2020).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.