Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 12
12 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 1. tbl. 98. árg. 2022
Í lok árs 2019 byrjaði ég svo í starfi framkvæmdastjóra
hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Þar tók ég við góðu búi af Þórunni Ólafsdóttur sem
hafði sinnt starfinu af alúð í nær 20 ár. Það byrjaði nú
nokkuð harkalega því þegar ég var búin að vera þrjá
mánuði í starfi kom upp mislingafaraldur. Mánuði
síðar komu svo upp berklar í Klettaskóla. Mér fannst
þetta frekar skrýtið; að þessir smitsjúkdómar væru
að koma upp á þessum tíma en áherslan undanfarin
ár hafði verið á lífsstílssjúkdóma. Ári síðar þá er
COVID-19 að byrja. Ég man það svo vel þegar ég sá
fyrstu fréttirnar um COVID-19, þá var ég úti á Ítalíu á
skíðum að drekka morgunkaffið mitt. Samferðafólk
mitt fór að benda mér á fréttir um þessa veiru og
spurði hvort við þyrftum að hafa einhverjar áhyggjur
af henni. Ég hélt nú ekki. Næstu daga fór ég svo að
heyra meira frá samstarfsfólki mínu sem var farið að
ókyrrast heima á Íslandi, það þurfi að fara að panta
hlífðarbúninga, hanska og grímur. Þetta vatt svo
heldur betur upp á sig eins og við þekkjum.
Árið fyrir COVID-19 var litað af smitsjúkdómum sem
var frekar sérstakt, tveir fyrirvarar áður en faraldurinn
skall á. Ég ætla nú samt að vona að það verði eitthvað
annað en smitsjúkdómar sem við þurfum að kljást
við.
verkefnum eða innleiða ferla, gefa endurgjöf og að
fá verkefnin til að fljúga. Ég fór þá að leita að námi í
verkefnastjórnun eða einhvers konar stjórnunarnámi
og skráði mig í meistaranám í mannauðstjórnun, með
áherslu á stjórnun og stefnumótun, sem ég kláraði
2004.
Síðar sá ég auglýsta stöðu sviðsstjóra á Heilsu-
gæslunni í skólaheilsugæslu árið 2004 og fyrir
algjöra rælni sótti ég um en ég var ekkert endilega
ákveðin í að skipta um starf á þeim tímapunkti. Ég
var mjög ánægð á Barnaspítalanum og fannst starf
mitt skemmtilegt. Geir Gunnlaugsson læknir var
þá yfir Miðstöð heilsuverndar barna og hann var
ákveðinn í að að ráða mig. Ég ákvað að slá til og
ég sé alls ekki eftir því, þessi ár hjá heilsugæslunni
hafa verið mjög skemmtileg og ég sá strax að þar
voru fjölmörg tækifæri. Það hafði verið mikil þróun
á spítalanum og þar var allt komið í fastar skorður
að mér fannst en heilsugæslan vera meira fljótandi.
Hjúkrunarfræðingar eru um allt í samfélaginu og
forvarnarþátturinn er stór en svo erum við líka að
vinna með allt æviskeiðið. Það heillaði mig hvað það
er ótrúlega fjölbreytt starf innan heilsugæslunnar. Ég
var lengi með skólaheilsugæsluna á landsvísu og þar
fékk ég tækifæri til að heimsækja öll sveitarfélögin og
vera í sambandi við hjúkrunarfræðinga á öllu landinu.
Mér fannst það mjög gefandi og skemmtilegt starf.
Viðtal
Skrifstofuaðstaða Ragnheiðar í Laugardalshöll.Svalirnar út af skrifstofu Ragnheiðar í Mjóddinni.