Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Side 8

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Side 8
6 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 98. árg. 2022 Þann 5. september síðastliðinn kvaddi Hildur Einarsdóttir hjúkrunarfræðingur þetta jarðlíf og er stórt skarð hoggið í okkar hóp við ótímabært fráfall hennar. Hildur lauk BS-prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 1983 og 1991 meistaraprófi í hjúkrun frá Madison, Wisconsin í Bandaríkjunum. Jafnframt var hún með sérfræðileyfi í hjúkrun langveikra frá Embættis landlæknis frá 2004, með áherslu á hjúkrun nýrnasjúklinga. Hildur var snemma virk í félagsstarfi hjúkrunarfræðinga, fyrst með Félagi háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga, sem síðan sameinaðist Hjúkrunarfélagi Íslands í núverandi Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga árið 1994. Hjúkrunarfræðingar eiga Hildi mikið að þakka en af einstakri trúmennsku sinnti hún ýmsum störfum fyrir félagið af mikilli einurð og festu. Í áratugi vann hún ötullega að hagsmunabaráttu hjúkrunarfræðinga, með störfum sínum í kjaranefnd en hún sat einnig í stjórn félagsins, stjórnum Starfsmenntunarsjóðs, Styrktarsjóðs og ekki síst Vinnudeilusjóðs. Um hann stóð hún sterkan vörð í áratug og tryggði að þar væri til nægt fé til að styðja hjúkrunarfræðinga fjárhagslega, ef til verkfalls kæmi. Minning Hildur var ötull talsmaður framþróunar í hjúkrun og munu hjúkrunarfræðingar njóta hennar áhrifa um ókomna tíð. Sem dæmi um frumkvöðlahæfileika hennar stóð Hildur fyrir stofnun fagdeildar nýrnahjúkrunarfræðinga árið 2011 og var m.a. fyrsti formaður deildarinnar. Hún var framsýn og lét ávallt að sér kveða á fundum félagsins með uppbyggilegum og rökstuddum athugasemdum. Hildur var skýr í sinni afstöðu, skoðanaföst og alltaf með hagsmuni hjúkrunarfræðinga að leiðarljósi. Réttlætiskennd hennar var sterk. Framlag Hildar var ekki síður mikið þegar kom að fagmálum þar sem leiðtogahæfileikar hennar nutu sín en Hildur átti sæti í stjórn Vísindasjóðs um tíma, tók þátt í umbótavinnu innan félagsins og starfaði með fræðslunefnd, svo eitthvað sé nefnt. Jafnframt lét hún líka mikið að sér kveða í baráttumálum sérfræðinga í hjúkrun og var einn helsti leiðtogi þess hóps. Hjúkrunarfræðingar og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga eiga Hildi mikið að þakka fyrir ómetanleg störf í þágu hjúkrunarfræðinga. Blessuð sé minning Hildar Einarsdóttur, sérfræðings í hjúkrun. Hildur Einarsdóttir hjúkrunarfræðingur Fædd 26. janúar 1958 Guðbjörg Pálsdóttir Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga Með kollegum á leið í Hörpu á 100 ára afmæli Fíh

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.