Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 8

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 8
6 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 98. árg. 2022 Þann 5. september síðastliðinn kvaddi Hildur Einarsdóttir hjúkrunarfræðingur þetta jarðlíf og er stórt skarð hoggið í okkar hóp við ótímabært fráfall hennar. Hildur lauk BS-prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 1983 og 1991 meistaraprófi í hjúkrun frá Madison, Wisconsin í Bandaríkjunum. Jafnframt var hún með sérfræðileyfi í hjúkrun langveikra frá Embættis landlæknis frá 2004, með áherslu á hjúkrun nýrnasjúklinga. Hildur var snemma virk í félagsstarfi hjúkrunarfræðinga, fyrst með Félagi háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga, sem síðan sameinaðist Hjúkrunarfélagi Íslands í núverandi Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga árið 1994. Hjúkrunarfræðingar eiga Hildi mikið að þakka en af einstakri trúmennsku sinnti hún ýmsum störfum fyrir félagið af mikilli einurð og festu. Í áratugi vann hún ötullega að hagsmunabaráttu hjúkrunarfræðinga, með störfum sínum í kjaranefnd en hún sat einnig í stjórn félagsins, stjórnum Starfsmenntunarsjóðs, Styrktarsjóðs og ekki síst Vinnudeilusjóðs. Um hann stóð hún sterkan vörð í áratug og tryggði að þar væri til nægt fé til að styðja hjúkrunarfræðinga fjárhagslega, ef til verkfalls kæmi. Minning Hildur var ötull talsmaður framþróunar í hjúkrun og munu hjúkrunarfræðingar njóta hennar áhrifa um ókomna tíð. Sem dæmi um frumkvöðlahæfileika hennar stóð Hildur fyrir stofnun fagdeildar nýrnahjúkrunarfræðinga árið 2011 og var m.a. fyrsti formaður deildarinnar. Hún var framsýn og lét ávallt að sér kveða á fundum félagsins með uppbyggilegum og rökstuddum athugasemdum. Hildur var skýr í sinni afstöðu, skoðanaföst og alltaf með hagsmuni hjúkrunarfræðinga að leiðarljósi. Réttlætiskennd hennar var sterk. Framlag Hildar var ekki síður mikið þegar kom að fagmálum þar sem leiðtogahæfileikar hennar nutu sín en Hildur átti sæti í stjórn Vísindasjóðs um tíma, tók þátt í umbótavinnu innan félagsins og starfaði með fræðslunefnd, svo eitthvað sé nefnt. Jafnframt lét hún líka mikið að sér kveða í baráttumálum sérfræðinga í hjúkrun og var einn helsti leiðtogi þess hóps. Hjúkrunarfræðingar og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga eiga Hildi mikið að þakka fyrir ómetanleg störf í þágu hjúkrunarfræðinga. Blessuð sé minning Hildar Einarsdóttur, sérfræðings í hjúkrun. Hildur Einarsdóttir hjúkrunarfræðingur Fædd 26. janúar 1958 Guðbjörg Pálsdóttir Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga Með kollegum á leið í Hörpu á 100 ára afmæli Fíh
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.