Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Side 30

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Side 30
28 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 98. árg. 2022 Dagur byltuvarna Veglegt og vel sótt málþing á Reykjavík Natura hótelinu Alþjóðlegur dagur byltuvarna er haldinn 22. september á hverju ári til að vekja athygli á mikilvægi virkra byltuvarna og draga fram þá þekkingu sem er til staðar á þeim. Á Landspítala hefur þessi dagur verið haldinn með ýmsu sniði síðustu fjögur árin en eðli málsins samkvæmt fór lítið fyrir honum síðustu tvö árin. Í vor var tekin sú ákvörðun í byltuvarnarteymi Landspítala að kominn væri tími til að halda veglegt málþing og fá fleiri til samstarfs til að leggja grunn að auknu samstarfi fagaðila. Rannsóknarstofur Landspítala og Háskóla Íslands í bráða- og öldrunarfræðum, Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu, Sjúkrahúsið á Akureyri, Öldrunarfræðafélagið og Beinvernd áttu öll fulltrúa í undirbúningsnefnd málþingsins. Dagskráin var fjölbreytt og áhugaverð. Landlæknir setti þingið og lýsti ánægju með þá athygli sem þessi mikilvægi málaflokkur fékk þennan dag. Dagur byltuvarna Öldrunarlæknar með áralanga reynslu voru lykilfyrirlesarar Lykilfyrirlesarar voru tveir, annar frá Hollandi og hinn frá Bretlandi, báðir fluttu fyrirlestra sína um fjarfundarbúnað. Þeir eru öldrunarlæknar með áralanga reynslu af rannsóknum á íhlutunum í byltum og byltuvörnum. Dr. Nathalie von der Velde lagði áherslu á mikilvægi góðrar lyfjayfirferðar til að greina hvort sjúklingar séu að taka lyf sem geta aukið byltuhættu. Dr. Finbarr Martin sagði frá vinnu við nýjar alþjóðlegar klínískar leiðbeiningar í byltuvörnum sem kynntar voru í lok september. Hann lagði á það ríka áherslu að stuðst væri við gagnreynda þekkingu við byltuvarnir og minnti á að ekki væri til nein töfralausn gegn byltum. Teymi um heilsueflandi móttökur hjá Þróunarmiðstöð sagði frá nýju verklagi í byltuvörnum sem er í þróun og verður innleitt fljótlega á öllum heilsugæslustöðvum. Sagt var frá verkefnum um byltuvarnir á Landspítala, fyrirbyggjandi æfingum til varnar byltum fyrir skjólstæðinga þjónustumiðstöðva í Reykjavík og þjónustu byltu- og beinverndarmóttöku á Landakoti. Auk þess voru kynnt nokkur rannsóknarverkefni.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.