Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Síða 40

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Síða 40
38 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 98. árg. 2022 Kvenheilsuteymi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins Konur sem sinna konum Nýstofnað kvenheilsuteymi Heilsugæslu höfuðborgar- svæðisins samanstendur af fjórum vöskum konum með víðtæka reynslu þegar kemur að heilsu kvenna en það eru þær Sólrún Ólína Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur, Erla Gerður Sveinsdóttir, heimilislæknir og stofnandi Heilsuborgar, Steinunn Zóphaníasdóttir ljósmóðir og Sigrún Hjartardóttir kvensjúkdómalæknir. Bæði Sólrún og Steinunn hafa tekið námskeið í getnaðarvörnum, diplómanám í kynheilbrigði og meistarapróf í heilbrigðisvísindum og gerðu báðar verkefni um breytingaskeið kvenna. Einnig kom Hanna Lilja Oddgeirsdóttir, sérnámslæknir í kvensjúkdómum, að þróunarvinnu þegar teymið hóf störf. Aukin þjónusta við konur Tilgangur teymisins er bætt þjónusta við konur. Þjónustan er sértæk að því leyti að áhersla er lögð á þá sjúkdóma sem eingöngu konur geta fengið. Að sögn Erlu Gerðar er af nógu að taka. „Við höfum svolítið valið áherslupunktana og þessi vinna hingað til hefur farið í það horfa á breiddina og forgangsraða og ákveða hvað við byrjum með. Við erum að bæta þjónustuna fyrir konur með það sem herjar sérstaklega á konur, sem hefur verið sett til hliðar í kerfinu.“ Þörfin á þessari nýju þjónustu sést greinilega. Erla Gerður segir að þjónustan sé hugsuð sem viðbótarþjónusta við fyrsta stigs þjónustu sem er nú til staðar í hefðbundinni heilsugæslu enda sé sú þjónusta ekki að breytast eða skerðast að neinu leyti. Þjónusta teymisins sé viðbót og felst í aukinni fræðslu, auk þess sem veitt er annars stigs þjónusta í ákveðinn tíma, að henni lokinni getur konan útskrifast yfir í langtímaeftirlit í sinni heilsugæslu. „Ef kona þarf meiri þjónustu, hvað varðar getnaðarvarnir, viðtöl eða annað sem þarf að skoða meira, þá erum við til þjónustu reiðubúnar. Einnig munum við setja upp lykkju og staf sem er ekki gert á öllum heilsugæslum. Við sjáum um að veita góða fræðslu og setjum einnig fræðslu á netið og viljum að konur komi vel upplýstar í viðtöl,“ segir Erla Gerður. Fræðsla á netinu og hópnámskeið um breytingaskeiðið Hvað varðar breytingaskeiðið þá hefur verið skortur á fræðslu að sögn Erlu Gerðar, en nú er komin fræðsla inn á vef Heilsuveru. Einnig munu konur geta komið til teymisins og fengið enn meiri fræðslu og upplýsingar um hvaða meðferðir eru í boði. Fyrir um rétt rúmu ári fór Heilbrigðisráðuneytið þess á leit við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins að hún myndi taka að sér að halda utan um málefni er varða heilsu kvenna. Voru fjórir áherslupunktar lagðir til grundvallar en þeir voru breytingaskeiðið, getnaðarvarnaráðgjöf, afleiðingar áfalla og ofbeldis gegn konum og aðrir sjúkdómar er hrjá konur. Brást heilsugæslan vel og hratt við beiðninni og voru kallaðir til sérfræðingar sem hafa sinnt heilsu kvenna í áraraðir. Viðtal og myndir: Þórunn Sigurðardóttir Viðtal
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.