Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Qupperneq 42

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Qupperneq 42
40 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 98. árg. 2022 Aðrir sjúkdómar Hvað varðar aðra sjúkdóma þá valdi teymið sjúkdóma sem það taldi vera lítið sinnt og fyrir valinu urðu fjölblöðrueggjastokkaheilkenni og fitubjúgur. „Eins og nafnið gefur til kynna þá er fjölblöðrueggjastokkaheilkenni heilkenni, þetta er ekki bundið við eitthvert eitt líffæri eða kerfi heldur hefur áhrif á alla þætti heilsunnar. Til að mynda eru meiri líkur á sykursýki, hjartasjúkdómum o.fl. sjúkdómum ef kona er með þetta heilkenni og því skiptir miklu máli að greina og veita rétta meðhöndlun fyrir heilsufar og líðan alla tíð,“ segir Erla Gerður. Fitubjúgur var valinn vegna þess að hann veldur oft mikilli andlegri vanlíðan því konur fitna án tillits til mataræðis og hreyfingar og getur myndast erfitt samband við mat, því fitusöfnun hjá þessum konum er mjög hormónatengd og oft ruglað saman við offitu. Þetta hefur áhrif á líkamsmyndina og það þarf ekki að gerast ef konur skilja hvað er í gangi og átta sig á hverju þær stjórna og hverju ekki. Erla Gerður hefur unnið með offitu í mörg ár í Heilsuborg og hefur mikla reynslu á því sviði. „Maður læknar hvorugan sjúkdóminn, þeir eru ævilangir en með því að meðhöndla þá rétt og styðja við þá er hægt að bæði gjörbreyta heilsufari og líðan,“ segir hún. Viðtal „Eitt af því sem við sjáum fyrir okkur að geta gert er að vera í ráðgjafarhlutverki fyrir heilbrigðisstarfsfólk.“ Fræðsla og stuðningur við heilbrigðisstarfsfólk Hluti af framtíðarsýn kvenheilsuteymisins er að veita fræðslu, stuðning og ráðgjöf til heilbrigðisstarfsfólks sem sinnir kvenheilsu. „Eitt af því sem við sjáum fyrir okkur að geta gert er að vera í ráðgjafarhlutverki fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Sá sem er með einstakling í meðferð, langtímaeftirliti, þurfi þá ekki að senda hann alltaf frá sér heldur komist lengra með góðum leiðbeiningum,“ segir Erla Gerður og bætir við „þannig verður heilbrigðisstarfsfólk öruggara og kemst lengra í sínu starfi.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.