Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Side 55

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Side 55
3. tbl. 98. árg. 2022 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 53 Umhverfiskvíði er víðtækari útgáfan af loftslagskvíða og nær yfir fleiri umhverfismál en þau sem tengjast loftslagsbreytingum. Á vef Landverndar segir að rúmlega 20% landsmanna finni fyrir umhverfiskvíða. Ungt fólk sé í meirihluta þeirra sem finna fyrir umhverfiskvíða, eða um 35% ungs fólks. Þar segir einnig að aðeins 6% Íslendinga hafa engar áhyggjur af loftslagsbreytingum en aðrir hafa litlar, þó nokkrar eða miklar áhyggjur. Umhverfiskvíði Viðtal 2000 var en það er jafnlangt í árið 2044, þetta líður ískyggilega hratt, staðan er þannig að við þurfum að skrúfa fyrir allt sem við getum skrúfað fyrir. Við þurfum að minnka sóun umtalsvert, fækka ferðum sem menga og vanda okkur við að flokka allt sem við getum. Fagstéttir þurfa að huga að sínu og velta fyrir sér hvort það sé til umhverfisvænni leið en farin er núna. Er þörf á öllu sem verið er að nota, getum við sleppt einhverju eða tekið upp eitthvað nýtt og umhverfisvænna. Þarna liggja tækifæri til að læra hvert af öðru og á milli deilda og einnig af öðrum spítölum hér heima og erlendis. Bara það að setja kröfur í útboðum á innkaupum getur skipt gríðarlega miklu máli, til dæmis að það séu ekki ákveðin skaðleg efni í hjúkrunarvörum sem eru keyptar inn. Það geta verið hormónatruflandi og krabbameinsvaldandi efni í vörum sem skýtur skökku við á heilsustofnun. Af hverju eru sumir mun virkari í umhverfisvænum lífsstíl en aðrir, hvað veldur og hvaða þættir hafa þar áhrif? Þetta er margþætt, við sem erum miðaldra erum hluti af neyslusamfélaginu, eldra fólk og kynslóðirnar á undan kunnu að fara vel með hluti og nýta. Núna búum við í neyslusamfélagi en við þurfum ekki allt sem við kaupum; föt, bíla, húsbúnað og mat. Sumir eru meðvitaðir, nenna að taka afstöðu og hafa áhrif á meðan aðrir hugsa kannski ekki út í það eða finnst það fyrirhöfn. Við erum fyrirmyndir, við berum ábyrgð og það er sinnuleysi að huga ekki að umhverfisvernd með öllum ráðum. Gildi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga eru ábyrgð, áræði, árangur. Þessi umhyggja og virðing fyrir einstaklingum er í raun líka fyrir framtíðinni og afkomendum okkar og jörðinni. „Annað sem vegur þungt er að frá árinu 2014 höfum við verið að virkja starfsfólk í vistvænum samgöngum; ganga, hjóla, taka strætó, sem hefur skilað árangri.“

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.