Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Síða 61

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Síða 61
3. tbl. 98. árg. 2022 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 59 „Ég byrjaði hjá Karitas hjúkrunar- og ráðgjafaþjónustu sem sinnti sérhæfðri líknarmeðferð í heimahúsum. Þann 1. apríl 2018 hóf ég svo störf á líknardeildinni í Kópavogi og tók við stöðu aðstoðardeildarstjóra í september síðastliðnum. Áhuginn á líknarmeðferð kviknaði strax í náminu, ég útskrifaðist árið 2002 og starfaði fyrstu árin eftir útskrift á Heilbrigðisstofnun Suðurlands en hluti af starfi mínu þar var að sinna líknarmeðferð. Ég fór til Bretlands í diplómanám í hjúkrun árið 2006 og þau valfög sem ég tók þar voru á sviði líknarhjúkrunar.“ Hvaða kosti og galla hefur hjúkrun á líknardeild? Hjúkrunin er mjög fjölbreytt og getur verið mjög krefjandi en á sama tíma afar gefandi. Það fer fram mikil fjölskylduhjúkrun á deildinni þar sem langvinn lífsógnandi veikindi hafa ekki bara áhrif á einstaklinginn heldur einnig fjölskylduna og þá sem standa viðkomandi næst. Hvaða hugmyndafræði í líknandi meðferð hafið þið að leiðarljósi á deildinni? Á líknardeildinni er unnið er út frá skilgreiningu WHO þar sem segir að líknarmeðferð eigi að miða að því að bæta lífsgæði þeirra sem glíma við lífsógnandi sjúkdóma og fjölskyldna þeirra. Meðferðin felst í því að fyrirbyggja og draga úr líkamlegri, sálfélagslegri og andlegri þjáningu. Hvaða bjargráð hefur þú haft í krefjandi starfi? Styrkleiki okkar er að við vinnum í náinni teymisvinnu, á deildinni er þverfaglegt teymi. Sterkur og samhentur starfsmannahópur er okkar styrkur í starfi. Opin og heiðarleg samskipti skipta miklu máli, við ræðum mikið meðferðir og þjónustu við okkar skjólstæðinga og finnum bestu úrræði og meðferðir fyrir hvern og einn. Það eru haldnir teymisfundir einu sinni í viku þar sem við förum ítarlega yfir málin og gerum áætlanir og plön í sameiningu þar sem allt teymið kemur að. Læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraþjálfari, sjúkraliðar og prestur. Svo nýtum við þjónustu sálfræðinga og félagsráðgjafa þegar þörf er á. Heildræn og þverfagleg hjúkrun er rauði þráðurinn á deildinni og þessi nána og góða teymisvinna er bjargráð. Hvernig gengur þér að aðskilja vinnu og einkalíf? Það gengur vel. Ég reyni að taka vinnuna ekki með mér heim. Í vor og sumar hjólaði ég mikið til og frá vinnu, það er að mínu mati góð leið til að hreinsa hugann eftir vaktir að hjóla í fersku lofti í Kópavogsdalnum. Það er nauðsynlegt að geta aðskilið vinnu og einkalíf og þá skiptir máli að eiga góða samstarfsfélaga sem hægt er að ræða við því eðli málsins samkvæmt ræði ég ekki vinnuna við fjölskylduna. Ég næri sjálfa mig með útiveru og samveru með mínum nánustu. Göngur með hundinum mínum, henni Lúnu, gefa mér orku og hún er góður hlustandi. Ég reyni líka að passa vel upp á svefninn og bestu útrásina fæ ég þegar ég dansa zumba. Viðtal Hvernig upplifir þú að vera mikið í nálægð við deyjandi fólk og sorg aðstandenda? Það reynir vissulega oft á en að sama skapi finnst mér afar gefandi að eiga átt þátt í því að bæta líðan og lífsgæði skjólstæðinga minna. Við leggjum mikið upp úr því hjá okkur að fólki líði vel og að þörfum allra sé mætt á þeirra forsendum. Vissulega er það krefjandi að sinna aðstandendum sem syrgja ástvini sína en ég finn nær undantekningarlaust að fólk er afar þakklátt og það gefur mér mikið. Færðu handleiðslu í starfi? Ég hef ekki verið í formlegri handleiðslu en á deildinni eru haldnir viðrunarfundir þar sem við fáum tækifæri til að ræða líðan og tilfinningar tengdar starfinu og erfiðum tilfellum. Við tölum saman og styðjum hvert annað og það er afar dýrmætt. Oft koma upp erfiðar aðstæður sem við ræðum þá á okkar á milli. Hverjar eru helstu áskoranirnar á líknardeildinni þar sem þú starfar? Eins og víða er mönnun helsta áskorunin. Við búum yfir miklum mannauði á deildinni og margir, bæði hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar hafa unnið hér lengi en það þarf að vera nýliðun og eins og staðan er núna þurfum við fleiri hjúkrunarfræðinga í hópinn. Ég hvet kollega mína til að íhuga að koma til okkar í Kópavoginn. Staðurinn og umhverfið er einstakt hér við sjóinn, fallegt útsýni, rólegt umhverfi og hér er afar gott að vinna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.