Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Qupperneq 73

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Qupperneq 73
3. tbl. 98. árg. 2022 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 71 Þróun mönnunar í hjúkrun á Landspítala Mynd 7. Fjöldi nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga á Íslandi Mynd 8. Þróun fjölda útgefinna starfsleyfa hjúkrunarfræðinga 2008-2019 96 97 96 103 108 107 103 104 108 105 112 115 121 122 27 28 28 26 21 20 18 18 18 17 16 17 18 1921 24 24 20 12 16 14 17 20 19 24 24 24 25 66 66 72 71 69 73 71 74 77 76 80 78 86 1044 4 3 5 3 5 5 4 4 33 5 4 18 23 0 50 100 150 200 250 300 350 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 Heimild Ríksendurskoðun Heimild Embætti landslæknis og Ríkisendurskoðun Starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga á Landspítala Starfsvettvangur: Þegar mönnun innan hjúkrunar er rædd er því gjarnan haldið fram að hjúkrunarfræðingar fari í auknum mæli í störf innan Landspítala sem fela ekki í sér beina klíníska þjónustu við sjúklinga. Þegar starfsvettvangur hjúkrunarfræðinga á Landspítala þessi 15 ár er skoðaður kemur í ljós að hlutdeild hjúkrunarfræðinga sem sinna klínísku starfi hefur vaxið úr 86% árið 2005 í 88% árið 2019. Sú umræða stenst því ekki skoðun. Einnig er oft bent á fjölgun stjórnenda eða verkefnastjóra á kostnað klínískra starfa, en í raun hefur þeim fækkað hlutfallslega sem bera starfsheitin stjórnendur, verkefnastjórar eða önnur „óklínísk“ starfsheiti. Ein ástæða þessa er mikil fækkun hjúkrunardeildarstjóra úr 109 stöðugildum árið 2006 í 68 árið 2019 eða um 38%. Eins var heilt stjórnunarlag, sviðsstjórar hjúkrunar, lagt niður við skipulagsbreytingar árið 2009 en þeir voru 10 talsins. Starfshlutfall og vinnufyrirkomulag: Meðaltalsstarfshlutfall hjúkrunarfræðinga bæði í dag- og vaktavinnu fór lækkandi á árunum 2005-2019, úr 78% árið 2005 í 73% árið 2019 sem er hlutfallsleg lækkun um 6%. Aðeins 18% (n=214) hjúkrunarfræðinga í vaktavinnu voru í 100% starfi árið 2019 og 36% (n=170) þeirra sem voru í dagvinnu. Rúmlega þriðjungur vaktavinnumanna voru í 90% starfshlutfalli eða meira á sama tíma og 45% dagvinnumanna. Frekari greining þarf að fara fram á breytingum á starfshlutfalli í kjölfar styttingu vinnuvikunnar frá árinu 2021 þar sem ólíkur fjöldi vinnustunda og viðvera er á bakvið hvert starf. Veikindi og fjarvera: Greining á fjarvistum hjúkrunarfræðinga er ein leið til að varpa ljósi á stöðu mönnunar og starfsumhverfi. Fjarvistir aðrar en veikindi s.s. orlof, námsleyfi, hvíldartímar og fleira hafa almennt fylgt þróun fjölda stöðugilda. Veruleg aukning hefur aftur á móti verið á veikindafjarvistum hjúkrunarfræðinga á þessu 15 ára tímabili og er það mikið áhyggjuefni. Þær hafa vaxið sérstaklega mikið frá 2017, um 10% milli áranna 2018 og 2017 og 21% milli 2018 og 2019, mest á bráðageðdeildum, bráðamóttöku og lyflækningadeildum. Það sama á við kauplausar fjarvistir eftir að veikindaréttur er fullnýttur, en árið 2005 var þetta eitt stöðugildi á mánuði að meðaltali, en voru níu stöðugildi Mynd 9. Þróun fjarvista hjúkrunarfræðinga á Landspítala niður á ástæðu fjarveru 2006-2019 Orlof Fræðsla, fundir og rannsóknirFrí tengd vinnuskyldu Veikindi Aðrar fjarvistir ( s.s. verkföll og Hekluverkefnið) að jafnaði árið 2019. Fjarvistum vegna hlutaveikinda sem orsökuðust af skertri starfsgetu, hefur enn fremur fjölgað og voru að meðaltali þrjú stöðugildi á mánuði árið 2019. Yfirvinna: Þar sem grunnmönnun deilda gerir almennt ekki ráð fyrir að hægt sé að mæta fjarvistum vegna veikinda að fullu og margar deildir eru undirmannaðar miðað við þá starfsemi sem þar fer fram er yfirvinna og aukavaktir oft helsta lausnin til að geta veitt nauðsynlega þjónustu. Breytileg yfirvinna hjúkrunarfræðinga hefur vaxið undanfarið en að meðaltali er rúmlega 60 stöðugildi á hverjum tíma unnin í yfirvinnu árið 2019. Unnin og greidd yfirvinna óx um 160% frá árinu 2010 til 2019 eða úr því að vera 2,3% samanlagðra dagvinnu- og yfirvinnustöðugilda í að vera 4,8%. Hér er mikilvægt að muna að á árinu 2010, í kjölfar niðurskurðar í kjölfar fjármálakrísunnar 2008, gilti yfirvinnubann á Landspítala nema að uppfylltum ströngum skilyrðum. Spálíkan fyrir mönnunarþörf hjúkrunarfræðinga Mikilvægt er að spá fyrir um mönnunarþörf hjúkrunarfræðinga á Landspítala til framtíðar, þar sem tekið er tillit til þátta eins og æskilegrar nýliðunar, framboðs, starfsloka, aldurssamsetningar, fjarvista s.s. veikinda og fæðingar- og foreldraorlofs, hjúkrunarþyngdar og lýðfræðilegra þátta. Í meðfylgjandi líkani fyrir nýliðunarþörf hjúkrunarfræðinga á Landspítala 2019 er stigið skref í áttina að gerð slíks líkans. Þar er horft til þátta eins og árlegrar fjölgunar, fjölda hjúkrunarfræðinga sem fara á lífeyrisaldur á komandi árum, annarra starfsloka og fæðingar- og foreldraorlofa. Í meðfylgjandi töflu eru settar fram fjórar sviðsmyndir til að leggja mat á þörf fyrir nýliðun hjúkrunarfræðinga á Landspítala út frá; meðalfjölda starfandi hjúkrunarfræðinga á árunum 2010-2019, væntri árlegri þörf fyrir nýliðun hjúkrunarfræðinga á Landspítala og væntri árlegri innkomu nýrra hjúkrunarfræðinga inn á íslenskan vinnumarkað.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.