Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Page 74

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Page 74
72 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 98. árg. 2022 Þróun mönnunar í hjúkrun á Landspítala Í líkaninu eru settar fram fimm mismunandi grunnforsendur fyrir mati á mönnunarþörf (A-E): A/ Meðaltalsfjölgun hjúkrunarfræðinga á Landspítala á árum 2010-2019. B/ Fjöldi starfandi hjúkrunarfræðinga sem fara á lífeyrisaldur á næstu 10 árum. C/ Fjöldi hjúkrunarfræðinga yngri en 65 ára sem hætta á spítalanum á ári. D/ Fjöldi hjúkrunarfræðinga sem eru fjarverandi vegna fæðingar- og foreldraorlofs. E/ Meðaltalsfjöldi nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga frá Háskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri, ásamt útgefnum hjúkrunarleyfum til erlendra hjúkrunarfræðinga. Líkan 1 Ef gert er ráð fyrir að hjúkrunarfræðingum á Landspítala fjölgi á ári í sama hlutfalli og á þeim 10 árum sem hér eru skoðuð, að ráðið verið inn nýir hjúkrunarfræðingar fyrir alla þá sem að hætta og að ráðið sé inn fyrir alla hjúkrunarfræðinga sem eru í foreldra- og fæðingarorlofi, þá vantaði 44 hjúkrunarfræðinga til að heildarfjöldi nýrra hjúkrunarfræðinga sem kemur árlega inn á íslenskan vinnumarkað dugi til að mæta eftirspurn eftir nýjum hjúkrunarfræðingum á Landspítala, en þá væru engir aflögu fyrir aðra heilbrigðisþjónustu. Hins vegar væri bæði óraunhæft og óæskilegt að ætla að allir nýúrskrifaðir hjúkrunarfræðingar á landinu réðu sig á Landspítala. Mynd 10. Spálíkan fyrir árlega nýliðunarþörf hjúkrunarfræðinga á Landspítala Meðaltal á ári 2010-2019/2020 Forsendur Árleg % breyting Árleg þörf fyrir nýliðun Líkan 1 Líkan 2 Líkan 3 Líkan 4 Vöxtur Meðaltalsfjölgun hjúkrunarfræðinga á ári, mv. þróun síðustu ára 34 34 2,4% Starfslok vegna aldurs Fjöldi hjúkrunarfræðinga sem fara á lífeyrisaldur á næstu 10 árum, á ári 39 39 39 39 6,2% Starfslok / tímabundin fjarvera vegna fæðingar- og foreldraorlofs Fjöldi sem hættir 65 ára og yngri eða er í fæðingar- eða foreldraorlofi 128 128 5,9% Starfslok Fjöldi sem hættir 65 ára og yngri 65 65 5,9% Meðaltalsþörf fyrir nýliðun á Landspítala 201 167 138 104 5,4% Mismunur á nýliðunarþörf og árlegri fjölgun á vinnumarkaði ** 44 10 -18 -52 Meðaltal á ári HÍ Fjöldi nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga HÍ 2017/2010 71 5,6% HA Fjöldi nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga HA 2017/2010 45 0,8% Utan Íslands Fjöldi erlendra hjúkrunarfræðinga sem fá starfsleyfi á Íslandi (2015-2019) 40 67,0% Nýir hjúkrunarfræðingar inn í mannafla á Íslandi 156 19,9% Nýráðningar, fyrsta ráðning 93 1,6% Nýráðningar, ráðning þeirra sem áður hafa unnið á Landspítala 81 8,0% Fæðingar- og foreldraorlof 62 3,0% Langtíma veikindi* 67 12,0% *Til upplýsingar, ekki gert ráð fyrir að langtímaveikndi séu mönnuð sérstaklega með nýráðningum ** Jákvæð tala þýðir að árleg fjölgun hjúkrunarfræðinga á vinnumarkaði dugar ekki til að uppfylla nýliðunarþörf, þannig að þörf er á að ráða inn hjúkrunarfræðinga frá öðrum vinnustöðum Einstaklingar Árleg fjölgun hjúkrunarfræðinga á vinnumarkaði Til upplýsingar ekki hluti af útreikningum Líkan 2 Ef gert er ráð fyrir að hjúkrunarfræðingum á Landspítala fjölgi ekki, að ráðnir verið inn nýir hjúkrunarfræðingar fyrir alla þá sem að hætta og að ráðið sé inn fyrir alla hjúkrunarfræðinga, sem eru í foreldra- og fæðingarorlofi, þá vantaði 10 hjúkrunarfræðinga til að heildarfjöldi nýrra hjúkrunarfræðinga, sem koma árlega inn á íslenskan vinnumarkað, dugi til að mæta eftirspurn eftir nýjum hjúkrunarfræðingum á Landspítala en sem fyrr væru þá engir aflögu fyrir aðra heilbrigðisþjónustu. Líkan 3 Ef gert er ráð fyrir að árleg fjölgun hjúkrunarfræðinga á Landspítala sé sambærileg við árin 2010-2019 og að ráðnir verið inn nýir hjúkrunarfræðingar fyrir alla sem að hætta, þá myndi framboð verða nægjanlegt fyrir Landspítala og að auki væru 18 nýir hjúkrunarfræðingar umfram þá eftirspurn sem væri á Landspítala. Líkan 4 Ef gert er ráð fyrir að hjúkrunarfræðingum á Landspítala fjölgi ekki og að eingöngu verði ráðnir inn nýir hjúkrunarfræðingar í stöður þeirra sem að hætta, þá væri umframframboð af nýjum hjúkrunarfræðingum á landinu sem nemur 52 hjúkrunarfræðingum. Sem fyrr er hér ekki tekin inn þörf fyrir nýliðun á öðrum heilbrigðisstofnunum.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.