Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Qupperneq 74

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Qupperneq 74
72 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 98. árg. 2022 Þróun mönnunar í hjúkrun á Landspítala Í líkaninu eru settar fram fimm mismunandi grunnforsendur fyrir mati á mönnunarþörf (A-E): A/ Meðaltalsfjölgun hjúkrunarfræðinga á Landspítala á árum 2010-2019. B/ Fjöldi starfandi hjúkrunarfræðinga sem fara á lífeyrisaldur á næstu 10 árum. C/ Fjöldi hjúkrunarfræðinga yngri en 65 ára sem hætta á spítalanum á ári. D/ Fjöldi hjúkrunarfræðinga sem eru fjarverandi vegna fæðingar- og foreldraorlofs. E/ Meðaltalsfjöldi nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga frá Háskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri, ásamt útgefnum hjúkrunarleyfum til erlendra hjúkrunarfræðinga. Líkan 1 Ef gert er ráð fyrir að hjúkrunarfræðingum á Landspítala fjölgi á ári í sama hlutfalli og á þeim 10 árum sem hér eru skoðuð, að ráðið verið inn nýir hjúkrunarfræðingar fyrir alla þá sem að hætta og að ráðið sé inn fyrir alla hjúkrunarfræðinga sem eru í foreldra- og fæðingarorlofi, þá vantaði 44 hjúkrunarfræðinga til að heildarfjöldi nýrra hjúkrunarfræðinga sem kemur árlega inn á íslenskan vinnumarkað dugi til að mæta eftirspurn eftir nýjum hjúkrunarfræðingum á Landspítala, en þá væru engir aflögu fyrir aðra heilbrigðisþjónustu. Hins vegar væri bæði óraunhæft og óæskilegt að ætla að allir nýúrskrifaðir hjúkrunarfræðingar á landinu réðu sig á Landspítala. Mynd 10. Spálíkan fyrir árlega nýliðunarþörf hjúkrunarfræðinga á Landspítala Meðaltal á ári 2010-2019/2020 Forsendur Árleg % breyting Árleg þörf fyrir nýliðun Líkan 1 Líkan 2 Líkan 3 Líkan 4 Vöxtur Meðaltalsfjölgun hjúkrunarfræðinga á ári, mv. þróun síðustu ára 34 34 2,4% Starfslok vegna aldurs Fjöldi hjúkrunarfræðinga sem fara á lífeyrisaldur á næstu 10 árum, á ári 39 39 39 39 6,2% Starfslok / tímabundin fjarvera vegna fæðingar- og foreldraorlofs Fjöldi sem hættir 65 ára og yngri eða er í fæðingar- eða foreldraorlofi 128 128 5,9% Starfslok Fjöldi sem hættir 65 ára og yngri 65 65 5,9% Meðaltalsþörf fyrir nýliðun á Landspítala 201 167 138 104 5,4% Mismunur á nýliðunarþörf og árlegri fjölgun á vinnumarkaði ** 44 10 -18 -52 Meðaltal á ári HÍ Fjöldi nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga HÍ 2017/2010 71 5,6% HA Fjöldi nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga HA 2017/2010 45 0,8% Utan Íslands Fjöldi erlendra hjúkrunarfræðinga sem fá starfsleyfi á Íslandi (2015-2019) 40 67,0% Nýir hjúkrunarfræðingar inn í mannafla á Íslandi 156 19,9% Nýráðningar, fyrsta ráðning 93 1,6% Nýráðningar, ráðning þeirra sem áður hafa unnið á Landspítala 81 8,0% Fæðingar- og foreldraorlof 62 3,0% Langtíma veikindi* 67 12,0% *Til upplýsingar, ekki gert ráð fyrir að langtímaveikndi séu mönnuð sérstaklega með nýráðningum ** Jákvæð tala þýðir að árleg fjölgun hjúkrunarfræðinga á vinnumarkaði dugar ekki til að uppfylla nýliðunarþörf, þannig að þörf er á að ráða inn hjúkrunarfræðinga frá öðrum vinnustöðum Einstaklingar Árleg fjölgun hjúkrunarfræðinga á vinnumarkaði Til upplýsingar ekki hluti af útreikningum Líkan 2 Ef gert er ráð fyrir að hjúkrunarfræðingum á Landspítala fjölgi ekki, að ráðnir verið inn nýir hjúkrunarfræðingar fyrir alla þá sem að hætta og að ráðið sé inn fyrir alla hjúkrunarfræðinga, sem eru í foreldra- og fæðingarorlofi, þá vantaði 10 hjúkrunarfræðinga til að heildarfjöldi nýrra hjúkrunarfræðinga, sem koma árlega inn á íslenskan vinnumarkað, dugi til að mæta eftirspurn eftir nýjum hjúkrunarfræðingum á Landspítala en sem fyrr væru þá engir aflögu fyrir aðra heilbrigðisþjónustu. Líkan 3 Ef gert er ráð fyrir að árleg fjölgun hjúkrunarfræðinga á Landspítala sé sambærileg við árin 2010-2019 og að ráðnir verið inn nýir hjúkrunarfræðingar fyrir alla sem að hætta, þá myndi framboð verða nægjanlegt fyrir Landspítala og að auki væru 18 nýir hjúkrunarfræðingar umfram þá eftirspurn sem væri á Landspítala. Líkan 4 Ef gert er ráð fyrir að hjúkrunarfræðingum á Landspítala fjölgi ekki og að eingöngu verði ráðnir inn nýir hjúkrunarfræðingar í stöður þeirra sem að hætta, þá væri umframframboð af nýjum hjúkrunarfræðingum á landinu sem nemur 52 hjúkrunarfræðingum. Sem fyrr er hér ekki tekin inn þörf fyrir nýliðun á öðrum heilbrigðisstofnunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.