Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 78

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 78
Misjafnt er hvernig foreldrar ná að vinna úr erfiðum tilfinningum í tengslum við gjörgæslulegu barna þeirra. Tilgangur verkefnisins var að meta áhrif gjörgæslulegu barns á andlega og líkamlega líðan foreldra á Íslandi. Um var að ræða framskyggnt rannsóknarsnið þar sem metið var álag og líðan foreldra sem áttu barn í legu á gjörgæsludeildum Landspítala lengur en 48 klukkustundir á tímabilinu janúar 2017 til maí 2019. Spurningalistarnir voru SCL-90 (Symptom cheklist), PSS:PICU (Parental stressor scale: Pediatric intensive care unit), PCL-5 (The posttraumatic stress disorder checklist) ásamt spurningalista um bakgrunn foreldra. Alvarleiki veikinda barns var metið með PRISM (Pediatric Risk of Mortality). Samtals tóku 29 (60,4%) foreldrar þátt í rannsókninni. Niðurstöður leiddu í ljós að þunglyndi og líkamleg vanlíðan (SCL-90) mældust hæst hjá foreldrum. Mæður voru marktækt líklegri til að þróa með sér einkenni líkamlegs álags í kjölfar gjörgæslulegu barns en ekki var munur á andlegum einkennum milli kynjanna. Fjöldi barna og atvinnuþátttaka foreldris hafði áhrif á líðan en síður menntun. Meðaltalsstig áfallastreitueinkenna voru 22,93 stig (0-66 stig). Fjórðungur (25%) mældist yfir greiningarviðmiði áfallastreituröskunnar með PCL-5. Ekki reyndist marktæk fylgni eftir kyni. Þeir foreldrar sem upplifa meiri andlega og/eða líkamlega vanlíðan voru marktækt líklegri til að sýna einkenni áfalla- streituröskunnar. Útlitseinkenni og hegðun barns ásamt samskiptum við starfsfólk höfðu marktæk áhrif á líðan foreldra og jafnframt heildarupplifun foreldra af álagi í legu barnsins. Þá eru líkur á einkennum um vanlíðan og áfallastreituröskun marktækt hærri eftir því sem veikindi barnsins eru metin alvarlegri samkvæmt PRISM. Niðurstöður sýna að foreldrar barna sem þurfa á gjörgæsludvöl að halda upplifa almennt fleiri andleg og líkamleg einkenni en samanburðarhópur landsúrtaks foreldra. Vanlíðan þeirra er almenn en háð aðstæðum þeirra, upplifun og að einhverju leyti bakgrunni. Niðurstöðurnar gefa hjúkrunarfræðingum og öðrum heilbrigðisstéttum skýrari hugmynd um þá þætti er valda foreldrum auknu álagi, vanlíðan og áfallastreitu. Tilgangur ÚTDRÁTTUR Aðferð Niðurstöður Lykilorð: barnagjörgæsla (PICU), álag, áfallastreituröskun (PTSD). Ályktun HAGNÝTING RANNSÓKNARNIÐURSTAÐNA „Hvers vegna ættir þú að lesa þessa grein?“ Nýjungar: Niðurstöðurnar sýna dreifingu álagsþátta í upplifun foreldra af því að eiga barn sem dvalið hefur á gjörgæsludeild fullorðinna. Þetta eru fyrstu mælingar á umfangi álags á íslenska foreldra á gjörgæsludeildum. Hagnýting: Niðurstöðurnar gefa íslenskum hjúkrunarfræðingum efni til að bera kennsl á álag foreldra þeirra barna sem liggja á gjörgæsludeildum. Þekking: Þekking okkar frá þessari rannsókn sýnir glöggt mikilvægi þess að vera vakandi fyrir andlegri og líkamlegri líðan foreldra barna á gjörgæsludeildum í ljósi mikils álags sem þau verða fyrir. Áhrif á störf hjúkrunarfræðinga: Rannsóknin sýnir að brýnt sé að þróa gagnreynda og skilvirka þjónustu fyrir foreldra til að lágmarka það óumflýjanlega álag sem þeir verða fyrir þegar barn þeirra er veikt og þarf gjörgæslu . Áhrif gjörgæslulegu barns á líðan foreldra Ritrýnd grein | Peer review
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.