Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 84

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 84
82 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 98. árg. 2022 Við þökkum öllum þeim foreldrum sem deildu upplýsingum um sig og líðan sína í rannsókninni, sem og fagfólki og nemendum sem lögðu sitt af mörkum í forprófun mælitækja í undirbúningi rannsóknar. ÞAKKIRkvíðaeinkenna og þess að þróa með sér áfallastreituröskun (Mowery, 2011; Rodríguez-Rey og Alonso-Tapia, 2016). Helsti styrkleiki þessarar rannsóknar var val spurningalista en þeir eru allir vel kynntir, prófaðir alþjóðlega og hafa hátt réttmætis- og áreiðanleikagildi auk þess sem þeir hafa áður verið sannreyndir í íslenskum þýðingum. Þetta gefur möguleika á alþjóðlegum samanburði niðurstaðna. Góð svörun þátttakenda gefur góða mynd af þýðinu sem meðal annars birtist í breiðri samsetningu á alvarleika veikinda barna þeirra. Þessi breidd veikinda telst einnig til takmarkanna vegna skorts á bakgrunnsupplýsingum, hvort um langveik börn væri að ræða eður ei. Ekki var tekin upphafsstaða á líðan foreldra við innlögn en allir foreldrar eiga þó þessa breytu sameiginlega að barn þeirra þurfti á gjörgæsluinnlögn að halda. Um framskyggna rannsókn var að ræða sem gefur henni styrk, sérstaklega í ljósi helstu takmarkana sem er hversu fáir foreldrar voru í úrtakinu þó að svörun hafi verið góð. Þó ber að líta til þess að fá börn liggja fleiri en tvo sólarhringa á gjörgæsludeild á Íslandi ár hvert en meðalinnlagnalengd barna á gjörgæsludeildum Landspítala árin 2006-2015 var tæpir fjórir sólarhringar (Sigríður Árna Gísladóttir, 2018). Það telst til styrkleika þessarar rannsóknar að tveir rannsakendur sáu um meðhöndlun gagna við öflun upplýsinga og úrvinnslu. Það á sérstaklega við um öflun sjúkraskrárgagna þar sem margir einstaklingar koma að skráningu í kerfið og getur oft verið vandi að samhæfa og bregðast við takmörkunum í skráningu. Það er vissulega takmörkun að rannsóknin byggir að hluta til á öflun sjúkra- skrárgagna en það að um framskyggna rannsókn var að ræða bætir fyrir það. Til annarra takmarkandi þátta telst PRISM- skorið sem reiknað er út frá blóðprufum sem teknar eru við innlögn barns en á Landspítala eru ekki mæld öll gildi sem PRISM notar en heildarkoldíoxíð er ekki mælt hér á landi. Mikilvægt var að komast að því hvar álagið liggur á foreldra barna á gjörgæsludeild á Íslandi og hvernig áhrif það hefur á líðan þeirra. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að álagsupplifun foreldra er í samræmi við alþjóðlegar niðurstöður um gjörgæsluumhverfið sem er þekkt sem mjög álagsvaldandi fyrir foreldra (Kumar og Avabratha, 2015). Sjá má ákveðna álagsvalda sem þekktir eru að valdi foreldrum auknu álagi og hafa bein tengsl við andlega eða líkamlega vanlíðan. Þessar niðurstöður geta upplýst þá sem koma að umönnun barna á gjörgæslu. Bætt þekking á upplifun foreldra í aðstæðum þeirra á gjörgæsludeild gerir hjúkrunarfræðingum kleift að sinna betur þörfum foreldranna sem dregið getur úr áhrifum álags á líðan foreldra til lengri tíma með fræðslu og aukinni þátttöku foreldra (Dahav og Sjöström-Strand, 2018). Þessar niðurstöður benda einnig til þess að taka þurfi þetta verkefni lengra. Fræða þarf starfsmenn um niðurstöður rannsóknar og bregðast við þeim. Einnig þarf að auka stuðning við þennan foreldrahóp, bæði inni á gjörgæsludeildinni sem og utan hennar en stór hópur foreldra er í hættu á að þróa með sér áfallastreituröskun eftir innlögn barns þeirra á gjörgæslu. Niðurstöður þessarar rannsóknar staðfestir að sambærilegar niðurstöður fáist í íslenskum rannsóknum og erlendum og því mikilvægar fyrir hjúkrunarfræðinga sem eru í kjöraðstæðu til að gera vel þegar kemur að umönnun barns og fjölskyldu þess. Áhrif gjörgæslulegu barns á líðan foreldra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.