Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Page 91

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Page 91
3. tbl. 98. árg. 2022 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 89 NIÐURSTÖÐUR Ritrýnd grein | Peer review Lýsing á þátttakendum Í töflu 1 eru upplýsingar um bakgrunn 186 þátttakenda en eins og sjá má var hlutfall karla og kvenna nokkuð jafnt og um einn þriðji þátttakenda bjó í dreifbýli. Í töflu 1 eru einnig upplýsingar um þá 20 þátttakendur sem mættu tvisvar í mælingar. Kristinn Tómasson, 1986). Prófið samanstendur af 11 spurningum og verkefnum sem einstaklingurinn leysir til að meta áttun, athygli, minni og rýmisskynjun. Heildarstig á prófinu spanna bilið 0-30. Prófið gefur vísbendingu um alvarleika vitrænnar skerðingar og færri stig benda til meiri skerðingar. Þunglyndismat fyrir aldraða (GDS) er spurningalisti sem notaður er til að skima fyrir þunglyndi hjá eldri einstaklingum (Yesavage o.fl., 1982-1983; Margrét Valdimarsdóttir o.fl., 2000). Þetta er sjálfsmatslisti sem samanstendur af 30 spurningum sem einstaklingur svarar með já eða nei. Heildarstig listans spanna bilið 0-30 og því fleiri stig sem einstaklingurinn fær, því sterkari er vísbendingin um þunglyndi. Gagnagreining Forritið SPSS var notað við tölfræðilega úrvinnslu og marktektarmörk sett við p < 0,05. Reiknuð var út miðsækni, dreifing, tíðni og hlutföll fyrir bakgrunnsbreytur sem lýstu öllum 186 þátttakendum og þeim 20 sem tóku þátt í endurteknum mælingum. Til að meta áreiðanleika endurtekinna mælinga á heildarkvarða allra mælitækjanna voru bornar saman niðurstöður fyrri og seinni mælinga þeirra þátttakenda sem mættu tvisvar í mælingar. Reiknaður var áreiðan- leikastuðullinn ICC2.1 (e. Intraclass Correlation Coefficient, two-way random effect model, absolute agreement) (Koo og Li, 2016) og 95% öryggisbil. ICC er afstæður stuðull með gildi á bilinu 0-1 (Portney og Gross, 2020b), 0,50-0,75 merkir ásættanlegan áreiðanleika og hærri stuðull en 0,75 táknar góðan áreiðanleika (Koo og Li, 2016). Reiknuð var staðalvilla mælinga (e. standard error of measurement) sem er í sömu einingu og mælingin sjálf. Því lægri sem staðalvillan er, því áreiðanlegri er mælingin (Portney og Gross, 2020b). Cronbachs alfa og 95% öryggisbil voru reiknuð til að lýsa innri áreiðanleika þeirra mælitækja sem innihalda fleiri en eitt atriði (spurningar) sem saman eiga að endurspegla fyrirbærið sem á að mæla (Tavakol og Dennick, 2011). Alfastuðullinn tekur gildi 0-1, ef hann nær 0,70 telst innri áreiðanleiki vera ásættanlegur og góður ef hann nær 0,80 (Andersen, 2000; Tavakol og Dennick, 2011). Hugtakið innri áreiðanleiki á ekki við um MLA og TUG en til viðbótar við heildarkvarða MFF- athafnir og MFF-þátttaka reiknuðum við alfastuðul fyrir sjö undirkvarða MFF-mælitækjanna. Hugsmíðaréttmæti mælitækjanna var metið með því að para þau saman, reikna út raðfylgnistuðul Spearmans (e. Spearman‘s rho) milli allra mögulegra para og bera niðurstöðurnar saman við hugsmíðina sem hvert mælitæki byggir á (Portney og Gross, 2020b). Miðað var við að fylgnin væri sterk ef stuðullinn náði 0,6, miðlungssterk ef stuðullinn var á bilinu 0,3-0,59 og veik ef stuðullinn var lægri en 0,3 (Andresen, 2000). Hugsmíðaréttmætið var einnig rannsakað með aðferð þekktra hópa (e. known-groups method) og Mann Whitney U prófi. Með þessari aðferð er rýnt í hvort mælitæki geti greint á milli hópa sem er vitað að eru ólíkir hvað varðar fyrirbærið sem mælitækinu er ætlað að nema (Portney og Gross, 2020a). Gengið var út frá þeirri tilgátu að vegna óhjákvæmilegra öldrunarbreytinga kæmu eldri þátttakendur að jafnaði verr út úr mælingum en þeir yngri. Einnig var gert ráð fyrir því að þau mælitæki sem hafa verið notuð til að skima fyrir jafnvægisskerðingum (A-Ö jafnvægiskvarðinn og TUG) gætu greint á milli einstaklinga eftir byltusögu og þörf þeirra fyrir gönguhjálpartæki, en hvort tveggja endurspeglar jafnvægi eða jafnvægisskerðingu í daglegu lífi. Mælitækin MLA, MFF-afhafnir, MFF-þátttaka og A-Ö jafnvægiskvarði reyna sérstaklega á vitræna færni og minni þátttakenda. Við mat á áreiðanleika þeirra voru því eingöngu notaðar mælingar frá þátttakendum sem fengju að minnsta kosti 21 stig á MMSE. Einn þátttakandi var undir þessu viðmiði (21/20) sem skilur á milli þeirra sem eru mögulega með minniháttar eða miðlungsmikla vitræna skerðingu (Folstein o.fl., 2001). Tafla 1. Lýsing á bakgrunni allra þátttakenda og þeim hluta hópsins sem tók þátt í endurteknum mælingum Bakgrunnsbreytur Allir þátttakendur (N=186) Þátttakendur í endurteknum mælingum (N=20) Aldur (ár), meðaltal (sf) [spönn] 73,9 (6,3) [65-88] 76,1 (5,6) [69-86] Aldurshópur 65-74 ára, fjöldi (%) 114 (61,3) 11 (55) ≥ 75 ára, fjöldi (%) 72 (38,7) 9 (45) Kyn Karlar, fjöldi (%) 97 (52,2) 10 (50) Konur, fjöldi (%) 89 (47,8) 10 (50) Búseta Þéttbýli, fjöldi (%) 118 (63,4) 20 (100) Dreifbýli, fjöldi (%) 68 (36,6) 0 (0) Líkamsþyngdarstuðull (kg/m2), meðaltal (sf) [spönn] 26,8 (3,8) [17,4-38,9] 27,2 (3,5) [19,2-33,6] Notar gönguhjálpartæki, fjöldi (%) 28 (15,1) 3 (15) ≥ 1 bylta á síðasta ári, fjöldi (%) 59 (31,7) 8 (40) Áreiðanleiki endurtekinna mælinga og innri áreiðanleiki Tafla 2 sýnir áreiðanleika endurtekinna mælinga fyrir öll mælitækin. ICC-stuðullinn var hæstur fyrir MFF-athafnir en lægstur fyrir MFF-takmörkun á þátttöku. Staðalvilla MLA- spurningalistans var áberandi há. Í töflu 3 eru upplýsingar um innri áreiðanleika fyrir tíu kvarða sem tilheyra MFF-mælitækjunum, A-Ö jafnvægiskvarðann, MMSE og GDS. Innri áreiðanleiki var hæstur hjá A-Ö jafnvægis-

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.