Heilbrigt líf - 01.12.1942, Blaðsíða 5
Jóhcinn Sæmundsson,
yfirlæknir:
MÆLING ÁFENGIS I BLÓÐI
í flestum menningarlöndum munu vera lagaákvæði, er
banna mönnum akstur bifreiða eða vélknúinna ökutækja,
ef þeir eru ölvaðir í þeim mæli, að hætta geti stafað af.
Hér á landi eru einnig lagaákvæði um þetta atriði. í bif-
reiðalögum frá 16. júní 1941 eru þessi ákvæði: „Enginn
má neyta áfengis við bifreiðaákstur. Enginn má aka bif-
reið eða reyna að aka bifreið, er hann er undir áhrifum
áfengis. Ef ástæða er til að ætla, að maður hafi brotið
gegn þessu fyrirmæli, getur lögreglan fært hann til læknis
til rannsóknar, og er þá viðkomanda skylt að hlíta þeirri
meðferð, sem læknirinn telur nauðsynlega vegna rann-
sóknarinnar, þar á meðal, að tekið sé úr honum blóðsýnis-
horn. Dómsmálaráðherra setur nánari reglur um læknis-
rannsóknina. Það er bannað að fá þeim, sem er undir
áhrifum áfengis, stjórn bifreiðar“.
Eigi er nánar tilgreint í lögunum, hvenær maður skuli
teljast undir áhrifum áfengis, og getur það að vísu oft
verið álitamál. En á öðrum stað í þessum lögum er ský-
laust tekið fram, að enginn megi aka eða reyna að aka
bifreið, ef hann vegna ofreynslu, svefnleysis, undanfar-
andi neyzlu áfengis eða æsandi og deyfandi lyfja eða ann-
arra slíkra orsaka, er haldinn slíkri þreytu eða sljóleika,
að hann geti eigi á tryggilegan hátt stjórnað bifreiðinni.
Þeim, er þetta ritar, er eigi kunnugt um, að dómsmála-
ráðherra hafi enn sett reglur um, hversu haga skuli
Heilbrigt líf
131