Heilbrigt líf - 01.12.1942, Síða 8
og áfengismæling bæta hvor aðra upp, og með því móti
eru mestar líkur til þess, að réttvísin komist næst hinu
sanna í málinu.
Rétt er að geta þess hér, að sá, er tekur blóð úr manni
til áfengisákvörðunar, verður að gæta þess að þvo eigi
hörund hans með vínanda, æther eða öðru slíku. Þá ber og
að gæta þess, að dælan eða nálin, sem til þess er notuð
að ná blóðinu, sé eigi menguð vínanda.
Refsingin, sem við liggur, ef menn eru ölvaðir við akst-
ur, er þung, sem eðlilegt er, og er áríðandi, að þau gögn,
sem dómur um sekt eða sýknu er byggður • á, séu sem
traustust. Mæling á áfengismagni í blóði bætir aðrar rann-
sóknaraðferðir upp til mikilla muna. Það er eigi hægt að
gera aðrar rannsóknir á meðvitundarlausum eða dauðum
manni til þess að ganga úr skugga um, hvort eða að hve
miklu leyti hann hafi verið ölvaður. En þegar svo stendur
á, getur mæling áfengismagns í blóði gefið mikilvægar
bendingar eða jafnvel fulla vitneskju. Þessi rannsóknar-
aðferð getur því haft talsverða þýðingu frá sjónarmiði
réttarlæknisfræðinnar, en einnig, og ekki síður, í ýmsum
tryggingarmálum, þar sem ráðið getur úrslitum um bóta-
skyldu tryggingarfélags, hvort um ölvun hafi verið að
ræða eða ekki.
134
Heilbrigt líf