Heilbrigt líf - 01.12.1942, Page 9
Bjarni Jónsson,
Ixknir:
HUGLEIÐINGAR UM SKÓFATNAÐ
Að óathuguðu máli sýnist fóturinn heldur einfalt og fá-
brotið líffæri. Neðri endi ganglimanna er misjafnlega
lögulegur, og endar að framan í fimm tám, sem sýnast
vera hálfgerðir aflóga gripir, oft og einatt meira og minna
kræklóttar, og e. t. v. með líkþornum á táhnúunum. Og til
hvers eru þessar tær annars en að kvelja eiganda þeirra
með eymslum og hitabruna, að ég ekki tali um, þegar ein-
bver meðborgarinn stígur ofan á þær í gáleysi eða af
klækiskap. Ekki er liðleiki svo mikill, að hann virðist geta
haft þýðingu, því að þeir munu teljandi, sem, komnir á
fullorðinsár, geta hreyft stórutána út af fyrir sig, hvað
þá hinar, sem rétt aðeins er hægt að beygja dálítið upp
og niður í grunnliðunum, og stundum sárlítið. Hins vegar
geta ungbörnin hreyft tærnar mikið, og getur hver gengið
úr skugga um það, sem vill, með því að horfa sér til
ánægju, hvernig þau fetta tærnar og bretta í ýmsar áttir.
En þessar hreyfingar smáminnka með aldrinum, ekki
vegna aldursins út af fyrir sig, heldur af því, hve fá tæki-
færi vér höfum til þess að hreyfa tærnar. Þær eru lengst
af lokaðar inni í hylki, sem gefur þeim æði lítið svigrúm,
og eru þar ekki skórnir einir að verki, heldur eiga og sokk-
arnir sinn þátt, ef þeir eru þröngir í leistinn.
Ef ekki væri öðru tapað með stirðnun tánna, en hæfi-
leikanum til þess að geta spriklað með þeim sér til gam-
ans, þá væri ekki mikils í misst. En því fer fjarri, að svo
Heilbrigt líf
135