Heilbrigt líf - 01.12.1942, Síða 12
4) Tréskór.
Allar þessar skótegundir hafa sína kosti og galla, sem
eðlilegt er, því að fátt mannlegt er fullkomið. Skal nú
minnst stuttlega á hvern flokk fyrir sig.
Maður kemur inn í skóbúð og biður um skó, ákveðna
stærð, sem hann heldur hæfilega. Hann fær fallega skó úr
góðu leðri, treður sér niður í þá með vogarstangarafli
skóhornsins, lítur á fætur sér og er ánægður. Því, þó að
tærnar kreppist svolítið og þó að ristin framan til kreist-
ist lítið eitt saman, þá er ekkert við því að segja; því er
nú einu sinni svo farið með nýja skó, að þeir eru alltaf
„stífir, þangað til búið er að ganga þá til“. Og ef kunningi
hans, sem með honum er, og sér táhnúana marka för í
yfirleðrið, spyr hann, hvort skórnir séu ekki fullþröngir,
þá bregzt hann illa við: „Of þröngir, heldur eru þeir of
stórir en hitt, sjáðu, þeir japlast á hælnum“. Kannske er
skóverzlunin svo fín, að hún eigi röntgentæki, til þess að
skyggna fætur, og kaupandinn er óðara drifinn þangað.
Hann fær að sjá skuggann af beinunum í fæti sér, og sjá,
þau ná hvergi út fyrir sólann! Hvað þurfið þið frekar
vitnanna við? Maðurinn fer ánægður í nýju skónum sín-
um, og eftir hálfan mánuð er hann búinn að „ganga þá
til“. Tærnar eru búnar að grópa sér holur í yfirleðrið og
það er troðið út yfir sólann báðum megin. En, þó að hann
sé búinn að „ganga skóna til“, líður honum aldrei vel í
fótunum, líkþorn og hitabruni þjá hann, hann þreytist
ósköp fljótt í fótum og leggjum, og finnur aldrei þörf hjá
sér, til þess að leggja land undir fót og ganga sér til
ánægju. Hann vill heldur fara í bíl.
Skórnir, sem hann keypti sér, voru of litlir, þó að þeir
jöpluðust á hælunum!
Það er sem sé ekki gott að koma í veg fyrir, að skór
japlist með því að hafa þá of stutta. Það, sem mestu ræður
þar um, er, að hælkappinn sé hæfilega þröngur, að hann
138
Heilhrigt líf