Heilbrigt líf - 01.12.1942, Síða 14
háu og mjóu hælar eru sjaldséðari á götum hér nú, en
fyrir nokkrum árum, hve lengi sem sá dynturinn kann að
endast. Því hitt er líka satt, að læknar og heilbrigðisfræð-
ingar fá engu um tízkuna ráðið, og ekki þótt þeir legðust
allir á sömu sveifina. Ef tízkuherrunum í París eða Holly-
wood dettur í hug að ákveða annað, fara þeir með sigur
af hólmi — bardagalaust.
Þetta var útúrdúr. Það, sem máli skipti, var, hvers
þyrfti að gæta til þess að tryggja, að skór væri þægilegur
fætinum, og eru höfuðatriðin í stuttu máli þessi:
1) Mátulega þröngur hælkappi.
2) Ekki of mikil vídd yfir háristina.
3) Nógu mikið rúm fyrir fæturna.
4) Nóg lengd.
5) Hæfileg hælahæð (2—5 cm.).
Þetta er fljótsagt. Hitt er annað mál, hvernig gengur í
reyndinni að framfylgja því! Fætur eru misjafnir að lög-
un, sumir langir og grannir, aðrir stuttir og gildir, og allt
þar á milli. Sé nú aðeins búin til ein vídd fyrir hverja til-
tekna lengd, sér hver maður í hendi sér, að ýmsir, og það
ekki fáir, geta aldrei fengið mátulega skó, þó að fætur
þeirra séu í rauninni alveg eðlilega lagaðir. Þetta hafa og
skóverksmiðjurnar séð, a. m. k. þær stóru, og framleiða
þær að jafnaði fleiri víddir en eina (2—3) fyrir hverja
lengd. Því miður sýnast sumir skókaupmenn kæra sig
kollótta um þennan sannleika og meta meira að hafa fleiri
tegundir til úrvals, en ýmsar víddir sömu tegundar. Er
þetta harla mannlegt, því að ekki mun kaupmaðurinn
þykjast eiga að sjá um heilbrigði viðskiptamannanna og
vellíðan, heldur selja sína vöru, og hafa hana sem útgengi-
legasta. Fylgir hann þar að sjálfsögðu dutlungum fólks-
ins, og er ekki að lá honum það. Ef fólk gerði sér ljóst,
hvers þarf að gæta við val á skóm, og spyrði jafnan eftir
öðrum víddum, ef það fengi ekki þá réttu, myndu þær
140
Hellbriyt líf