Heilbrigt líf - 01.12.1942, Side 16
vélin. Kannske finnst einhver lausn á þessu nú, þegar hug-
vitsömustu stórþjóðir veraldarinnar nota hverja ögn af
gúmmí, sem þær komast yfir, til vígvéla. Finnur þá, ef til
vill, einhver hugvitsmaðurinn gott efni í hlífðarstígvél,
svo að nota megi stígvélagúmmíið í hjólbarða á flugvélar
og fallstykki. Fátt er svo með öllu illt, að ekki fylgi nokk-
uð gott.
Um inniskó gilda að sjálfsögðu sömu reglur og nefndar
voru um skófatnað almennt, en æði oft vill verða mis-
brestur á, að þeim sé fylgt. Skór þeir, sem kvenfólk notar
allajafna innanhúss, eru úr vefnaði eða mjúku skinni og
veita fætinum enga stoð, en hafa hins vegar oftast nær
þann kost, að þeir þrengja ekki að honum heldur. Um ís-
lenzku skinnskóna get ég verið fáorður. Þeir heyra fortíð-
inni til, eins og moldargólf og gluggalausar torfbaðstofur.
Það er ekki einasta fullorðna fólkið, sem þarf að vanda
á sig skókaupin. Sama máli gegnir um börnin, og ekki
síður. En því miður sýnist svo, sem flestir þeir, er við
skógerð fást, kæri sig kollótta um þau, og finnist allt full-
gott á krakkana. Getur hver maður sannfært sig um, að
þetta er ekki ofmælt með því að taka barnsskó í hönd sér
— hugsa sér hann stækkaðan upp í sína eigin stærð og
ímynda sér, hvernig honum eða henni myndi falla að
ganga á þessum óskapnaði. Barnsfóturinn er í engu frá-
brugðinn þeim fullorðna, nema hvað hann er liprari og
mýkri. Gilda því auðvitað sömu reglur um heppilegan
búnað á honum og áður er lýst, og þurfa því barnaskór
að vera gerðir eftir sömu lögmálum og skór fullorðinna.
Að skór barna eru þannig úr garði gerðir, sem raun ber
vitni, stafar sjálfsagt að langmestu leyti af því, hve mikið
af skóverði er smíðiskostnaður. Verðmunar efnisins á
stórum skóm og litlum gætir svo lítið í hlutfalli við skó-
verðið, miðað við sömu gæði, að barnaskór hljóta að verða
142
Heilbrigt líf