Heilbrigt líf - 01.12.1942, Síða 18
RITSTJORASPJALL
ölvaísir ökumenn. Því miður má iSulega lesa í dagblöðunum,
að ökumaður hafi verið ölvaður við akst-
ur, og slys hlotizt af. Ijögin setja mjög þung viðurlög við
slíkum yfirsjónum, svo þung, að dómarinn þarf að hafa
góð tromp á hendinni, til þess að kveða upp dóm um sekt
eða sýknu. Ölvun getur verið á svo mismunandi háu stigi,
að álitamál sé um ástand mannsins, ef eingöngu er farið
eftir útliti hans, fasi og háttsemi.
Vísindalegar rannsóknir um ölvun hljóta því að vera
dómurunum kærkomnar. Og jafnframt skapa þær öryggi
hinum ákærða. Grein Jóhanns Sæmundssonar, yfirlæknis,
er nú birtist í „Heilbr. Líf“, um „Mæling áfengis í blóði“,
lýsir stórmerkri vísindalegri aðferð, sem beinlínis mælir
með kaldri nákvæmni áfengismagnið í blóði hins ákærða,
og eins þótt ökumaðurinn eða farþegi hans hafi misst
lífið við slysið. En ölvunin er mismikil eftir því, hve
mikið áfengi blóðið flytur taugakerfinu — heila og mænu.
Jóhann Sæmundsson hefir kynnt sér þessar flóknu athug-
anir á rannsóknastofu erlendis, og vinnur hann þessi
störf fyrir lögregluna í Reykjavík.
skófatnaöur. Alger nýlunda má það heita, að tekið sé
opinberlega til máls um skófatnað. Er
það einkennilegt, því að erfiðir fætur gera mörgum mann-
inum lífið leitt, og á það einatt rót sína að rekja til
óheppilegs fótabúnaðar. Bjarni Jónsson, læknir, vinnur
144
Heilbrigt líf