Heilbrigt líf - 01.12.1942, Síða 20
Hugvekja Bjarna Jónssonar, læknis, er orð í tíma talað.
Að vísu er það svo, að sá finnur bezt, hvar skórinn krepp-
ir, sem hefir hann á fætinum. En læknirinn bendir á
nokkur aðalskilyrði, sem verður að fullnægja, til þess að
skófatnaður geti orðið hverjum manni hentugur, þegar
til lengdar lætur. Sú þekking þarf að ná til sem flestra,
ekki sízt þeirra, sem afgreiða og selja skófatnað.
LangferSír Þúsundir manna hafa ferðazt um landið í
■ bilum. áætlunarbílum á s. 1. sumri, og hafa þeir
frá ýmsu að segja um flutningatæki, að-
búnað á gististöðum og viðkomustöðum bílanna.
Öllum ber saman um, að útbúnaður salerna sé víða til
hróplegrar minnkunar. Er það e. t. v. ekki að furða í
landi, þar sem vantar náðhús á fjölda heimila eftir því,
sem heilbrigðisskýrslur herma. Lakast mun vera á þeim
viðkomustöðum, þar sem staðið er stutt við, og vitanlega
alltof fá salerni handa öllum farþegunum — að ekki sé
minnst á frágang náðhúsanna: offull saurkirna, vantar
stundum skeinisblöð, og jafnvel varla hægt að loka að sér.
Þar, sem vatnssalerni eru, má búast við að þau séu stífluð
og vatnsflóð á gólfinu. Almennt hreinlæti mjög bágborið
— klínt og krotað á veggi. — Islendingar eru mörgu vanir
í þessum „bransa“, hreyta úr sér ónotum í svipinn, en láta
svo málið niður falla. En útlendir menn, sem venjast öðru
í sínu heimalandi, eru steinhissa á ómenningunni og trassa-
skapnum.
Var ekki einu sinni stjórnskipaður eftirlitsmaður með
gistihúsum? Lítið mun hafa bólað á honum.
En hvernig fer um fólkið í bílunum? Ferðin, t. d. í svo
fjölförnum stöðum sem Borgarnesi og Akranesi, byrjar
með kapphlaupi um hentugustu sætin. Þetta er líka ómenn-
ingarvottur. I Reykjavík eru seldir farmiðar með fyrir-
vara, og ættu menn þá að fá um leið tölusett sæti, sem
146
Heilbrigt líf