Heilbrigt líf - 01.12.1942, Blaðsíða 23
kynna sér ritdóminn, geta lesið hann í „Heilbr. L.“, bls.
204—210, 3.-4. hefti 1941.
Því miður tekur nú hr. J. Kr. þá stefnu að reyna að
halda uppi vörnum fyrir hinum fráleitu staðhæfingum í
bæklingi Waerlands þessa, svo að frekari umræður um
það mál verða vitanlega tilgangslausar, og ekki til annars
en að vekja persónulegar ýfingar, eins og vottar því miður
fyrir í grein hr. J. Kr., og aldrei geta gagnað umbótum í
manneldismálum.
Ég hefi skilið tilgang Náttúrulækningafélagsins þannig,
að hlutverk þess væri að vinna að fræðslu um manneldis-
mál yfirleitt, og öðrum atriðum viðkomandi almennri heil-
brigði (,,Hygiejne“). En í höndum forgöngumannanna
hefir þetta aðallega lent í því að mótmæla því, að almenn-
ingur neyti sykurs og hveitis, eins og það nú er flutt til
landsins. Og ekki nóg með það, heldur er fólk hrætt með
því, að það megi eiga von á ýmsum sjúkdómum, t. d. botn-
langabólgu eða krabbameini, ef það leggi sér slíkt til
munns, enda séu téðir sjúkdómar — og reyndar fleiri —
í hröðum vexti.
Vitanlega er sannleikur í því, að óhófleg neyzla sykurs
og hveitis er varhugaverð á kostnað ýmissa annara mat-
væla, sem líkamanum eru nauðsynleg. En, hvaða læknir
þessa lands hefir nokkurn tíma haldið því að almenningi,
að honum væri hollast að nærast mestmegnis á hvítasykri
og hvítu hveiti? Ég kannast ekki við það. En forsprakkar
Náttúrulækningafélagsins tala og rita eins og þessari firru
væri haldið fram. Ýmsir læknar hafa þvert á móti bent
/
almenningi á gildi fjölbreyttrar og vítamín-ríkrar fæðu, og
haldið því að þjóðinni.
Staðhæfingar þeirra um aukningu sjúkdóma, t. d. botn-
langabólgu, eiga sér lítinn stað. Botnlangabólga er ekki
nýr sjúkdómur. Munurinn er bara sá, eð áður fyrr þekktu
menn ekki eðli og upptök þessa kvilla, né botnlangaskurði.
Heilbrigt líf
149