Heilbrigt líf - 01.12.1942, Page 25
hveiti til manneldis og umbætur á því. Form. Náttúru-
lækningafélagsins kallar það e. t. v. „skrifborðsvísindi".
Próf. Dungal ber þar fram stórmerkar tillögur til um-
bóta á hveitibrauði, og gerir sig engan veginn ánægðan
með „heilhveiti", sem svo er kallað, vegna þess að það
vanti kalk og járn, auk þess' sem það geymist hvergi
nærri vel.
Próf. Dungal hyggur, að hveiti, með þeim umbótum,
sem hann stingur upp á, muni bæta þjóðarheilsuna og geti
afstýrt ýmsum tauga- og meltingarkvillum. Höf. lýkur svo
grein sinni með þessum orðum:
„Ekki dettur mér í hug að halda, að ráðstafanir sem
þessar myndu verða nein allrameinabót, t. d. koma í veg
fyrir krabbamein. En því nefni ég það hér, að sumir
áhugasamir, en ekki að sama skapi gjörhugulir mann-
eldisfræðingar hafa haldið því fram, að það stafaði af
lélegu hveiti . . . “.
Ég leyfi mér að benda öfgamönnum í sykur- og hveiti-
málunum á þessi ummæli próf. Dungals.
Öfgastefnur eru svo sem ekki áhrifalausar. Persónuleg
krabbameinshræðsla þeirra manna, sem hæst lætur í hér
á landi, hefir sín áhrif, og vekur geig í öðrum, sem eru
grandalausir um sykur- og hveitikenningarnar. Það er
auðvelt að auka kvíðboga margra manna fyrir sjúkdóm-
um, en spurning, hvort nokkuð vinnst með því. Ég hefi
meiri trú á því, að farinn sé hinn gullni meðalvegur, sem
kínverskir heimspekingar treysta bezt.
Forsprakkar „náttúrulækninganna“ hér á landi hafa
ekki víðan sjóndeildarhring. Það getur varla heitið, að
þeir hafi komið auga á önnur umtalsefni í hinum mjög
yfirgripsmiklu manneldismálum, en hveiti og hvítasykur.
Og þeir hafa ekki haft fyrir því að mennta alþýðu manna
og segja henni bæði kost og löst þessara matartegunda.
Þeir hafa valið þá leiðina að benda eingöngu á ókostina,
Iieilbrigt líf
151