Heilbrigt líf - 01.12.1942, Síða 27
skilja eftir lúsafóstrin innan í nitinni, því að þau skila sér
innan fárra daga.
Lúsin er miklu algengari hér, en í þeim menningar-
löndum, sem vér höfum mest kynni af. Það eru engar líkur
til, að fram úr þessu ráðist nema heilbrigðisstjórnin taki
málið í sínar hendur og geri ráðstafanir til að hjálpa hús-
mæðrunum að hreinsa kollana. Því þá ekki gera álíka
harða hríð að lús eins og berklaveiki? Hinn ötuli berkla-
yfirlæknir fer nú um landið með hjálparliði sínu og gerir
hópskoðanir, svo kallaðar, þ. e. a. s. fólk er athugað holt
og bolt út af berklum, hvort sem það kennir sér meins eða.
ekki. Hvers vegna eru ekki að sínu leyti gerðir út læknar
og hjúkrunarkonur, til þess að leita uppi lúsina og útrýma
henni? En hún er margfalt auðfundnari en berklarnir, og
lækningin fljótvirkari, með nitkömbum og sérstökum
kemiskum efnum, sem kenna má húsmæðrunum að nota.
Lúsinni verður ekki útrýmt nema með slíku átaki.
Vettlingatök þýða ekki!
íslendingar ættu að hugleiða, að það er ekki nóg að vera
fullvalda. Það er engu minni menningarvottur að vera
þrifin þjóð.
En svo bætist við enn ein hlið á þessu máli, vegna
styrjaldarinnar — en það er hættan á því, að hin mann-
skæða lúsa-taugaveiki eða dílasótt kunni að berast til
landsins. Eins og kunnugt er, hafa samgöngur verið teknar
upp milli rússneskra og íslenzkra hafna. En sóttin er land-
læg í Rússlandi. Sóttkveikjur þessarar taugaveiki berast
eingöngu með lús, og þess vegna er hætta á ferðum, ef
drepsóttin skyldi berast í jafn lúsugt land og ísland. Það
gæti kostað mörg mannslíf hér á landi, enda er reynslan
sú, að sóttin er miklu skæðari, þar sem hún hefir ekki
gert vart við sig fyrr, heldur en þar, sem hún er landlæg.
Það er vonandi, að heilbrigðisstjórnin sofi ekki á þessu
máli. Og vel væri það þess vert, að fulltrúar þjóðarinnar
Heilbrigt líf
153