Heilbrigt líf - 01.12.1942, Page 28
tækju sér eina dagstund á komandi Alþingi og hugleiddu,
hvort ekki væri tiltækilegt að aflúsa þjóðina. Það hafa oft
verið ómerkilegri mál á dagskrá hjá þeirri virðulegu sam-
komu.
Andlegt hrak- Ýmsar þjóðir úti um heim berjast nú fyrir
viSm tilveru sinni og leggja lífið í sölurnar fyrir
heimili sín og frelsi þjóðarinnar. Islend-
ingar heyja líka sinn ófrið. Ekki þannig að skilja, að þeir
séu gráir fyrir járnum, til þess að limlesta hvor annan.
En ófriðarástand þjóðarinnar innan lands er þó næsta
alvarlegt, því að ekki er sýnilegt, að bráðlega dragi til
friðarsamninga.
íslendingar eru einkennilega skapi farin þjóð. Á sum-
um sviðum eru þeir hóglyndir, umburðarsamir og óáreitn-
ir. I trúar- og kirkjumálum eru þeir allra manna frjáls-
lyndastir. Þar þekkist varla ofstæki, né afskipti af athöfn-
um hinna ýmsu söfnuða. T. d. bólar varla á athugasemd-
um um hið ævintýralega fyrirtæki að ætla sér að verja
nokkrum miljónum króna í kirkju á Skólavörðuholtinu,
þótt f jöldi manns sé húsvilltur og spítala vanti handa börn-
um og fullorðnum.
En á öðrum sviðum eru landsmenn fullir ofstækis og
má nefna vínmálin og stjórnmálin. Þau síðari skipa mönn-
um í svo harðsnúna flokka, að engu er líkara en að þessi
fámenna og veigalitla þjóð skiptist í nokkra hópa, og geti
forustumenn þessara flokka, og blaðamenn, ekki séð ann-
að en flón eða illmenni hjá andstæðingunum.
Pólitískt skiptast landsmenn í óvinaheri, sem standa
með steytta hnefa hver á móti öðrum. Nú er engan veginn
víst nema íslendingar hafi alltaf verið svona sinnaðir, en
opinbert líf taki bara á sig ýmsar myndir eftir ástæðum
og tíða^randa. Það er ekki víst, að heimur fari versnandi.
En það andlega loftslag, sem skapast kringum stjórnmála-
154
Heilbrigt líf