Heilbrigt líf - 01.12.1942, Qupperneq 30
ErfiSar „Hér í Hafnarfirði hefir myndazt félags-
merkjalmur. skapur trúarofstækismanna, sem neita að
sækja lækni eða vera í hinu lögskipaða
sjúkrasamlagi. Þetta fólk segir, að guð lækni sig, og það
þurfi ekki aðra lækna. Ég veit ekki, hvað gera skal í slík-
um tilfellum. Fólkið er sýnilega haldið trúarbrjálsemi og
virðist hafa glatað allri heilbrigðri dómgreind. Þetta hefir
þó ekki orðið að meini ennþá, en, ef skæð sótt kæmi í bæ-
inn, gæti slíkt athæfi haft hættur í för með sér“.
Þessi orð eru tekin úr skýrslu héraðslæknis, og birtir
landlæknir þau í síðustu heilbrigðisskýrslum.
Er réttmætt að álasa þessu fólki? Það segir „að guð
lækni sig“ — er þetta ekki rétt kristin trú, eins og ríkið
felur prestunum að boða þjóðinni? Er ekki fólkið í sínum
rétti að treysta guði? Segir ekki kirkjan, að hann vilji því
vel, og sé alls megnugur? Þetta er svipuð bókstafstrú og
t. d. kristniboðsvinir aðhyllast. Það þykir flestum tilgangs-
lítið, þó að þeim takist að öngla saman einhverri upphæð
til þess að boða trú í Kína, því að vafalítið er annað meira
aðkallandi þar austur frá. En í ritningunni er fyrirskipað
að boða trú meðal framandi þjóða. Trúboðsvinirnir fara
bara eftir þeirri kenningu, sem ríkið lætur flytja.
En hvað fær svo söfnuðurinn upp úr því, ef hann er
rétttrúaður, fer eftir því, sem hinir andlegu feður kenna,
og treystir á skaparann? Þá er sagt, að hann sé haldinn
trúarbrjálsemi. Er þetta verðskuldað? Var það ekki kirkju-
legur embættismaður ríkisins, sem flutti kenninguna?
Það er því ekki að furða, þó að hinum -embættismann-
inum — héraðslækninum — fulltrúa fyrir „heilbrigða
dómgreind“ — sé gert erfitt fyrir. Kann að þykja furða,
hve sjaldan slíkt á sér stað, en kemur vitanlega til af því,
að flestir í söfnuðinum taka aðeins trúanleg nokkur % af
því, sem kennt er á stólnum, og vinsa úr það, sem hentugt
þykir.
156
Heilbrigt líf