Heilbrigt líf - 01.12.1942, Blaðsíða 32
Dr. Júlíus Sigurjónsson:
JURTA- OG DÝRAFÆÐA
Mataræðið mótast á ýmsa lund af umhverfinu, eins og-
aðrir lifnaðarhættir mannsins. Til eru þjóðflokkar, sem
lifa mestmegnis á fæðu úr jurtaríkinu, aðrir, er neyta
nær eingöngu dýrafæðu. En flestir fara meðalveginn og
kjósa tilbreytilegt mataræði, þótt hlutfallið milli jurta- og
dýrafæðunnar sé, eins og vænta má, allbreytilegt eftir
landsháttum, erfðavenjum, trúarkreddum o. fl.
íslendingar hafa lengi fram eftir öldum nærzt að miklu
leyti á dýrafæðu, mjólk, kjöti og fiski, eins og eðlilegt er
í landi, sem er lítt fallið til kornræktar, og hefir átt við
mjög takmarkaða aðflutninga að búa.
Þetta hefir þó breytzt mjög mikið á seinni árum, aðal-
lega vegna aukins innflutnings á kornmat og sykri, sem
þrátt fyrir flutning um langan veg er talsvert ódýrari, en
flestur innlendur matur. Nú er svo komið, að í kaupstöð-
unum mun fullur helmingur fæðisins vera úr jurtaríkinu,
ef miðað er við orkumagn. 1 sveitunum hefir breytingin
ekki orðið eins mikil, því að þar er enn talsvert meira en
helmingur fæðisins úr dýraríkinu. Um landsmenn í heild
má því segja, að þeir noti nokkuð jöfnum höndum jurta-
og dýrafæðu. i
Talsvert hefir verið um það rætt, hvort manninum væri
eðlilegra eða hollara að lifa á jurta- eða dýrafæðu, rétt
eins og sjálfsagt væri að halda sig aðeins að öðrum flokkn-
um. Einkum hafa verið háværar raddir þeirra, sem halda
158
Heilbrigt líf