Heilbrigt líf - 01.12.1942, Blaðsíða 35
(,,enzym“) meltingarsafanna vinna ekki á trénunni, og
sýran í maga rándýranna er ekki nærri nógu mikilvirk
til þess að leysa hana upp. En þá koma til skjalanna
bakteríur, sem geta gerjað trénuna.
1 meltingarfærum grasbítanna eru nú sérstakar vistar-
verur, „gerjunarhólf“, er svo mætti nefna, þar sem heilir
herskarar þessara baktería starfa kappsamlega að því
að gerja trénuna, og umbreyta henni í einfaldari kol-
vetnasambönd eða sykurtegundir, sem meltingarsafarn-
ir eru síðan einfærir um að tileinka sér.
Magi jórturdýra er, eins og kunnugt er, margskiptur,
og í einu hólfinu fer þessi undirbúningsvinnsla bakterí-
anna fram að mestu leyti. Aðrir grasbítir, t. d. hestur-
inn, nota til þessarar starfsemi botnlangann, sem er all-
fyrirferðarmikill.
í gerjunarhólfunum fer fram önnur þýðingarmikil
starfsemi. Ýmsar bakteríur og frumdýr (infusoria) virð-
ast byggja þar upp eggjahvítuefni úr lífrænum og ólíf-
rænum köfnunarefnissamböndum, og er að þessu hin mesta
búbót, því að grasið er ekki eggjahvíturík fæða. Talið er,
að hesturinn geti á þennan hátt sett saman eggjahvítu,
sem svari l/i—i/j af allri eggjahvítuþörfinni.
Loks má geta þess, að bakteríurnar í gerjunarhólfun-
um mynda Bi-vítamín og þurfa grasbítirnir ekki að hafa
áhyggjur af því, þótt skortur sé á því vítamíni í fæðunni.
Af þessari ástæðu er magnið af B,-vítamíni í mjólk minna
háð breytingu í fóðri, heldur en hin vítamínin.
Þá skal nú aftur vikið að manninum. Óhætt er að segja,
að tennur mannsins líkist meir tönnum grasbítanna, en
rándýranna. Framtennurnar standa þétt saman og mynda
að mestu jafna bitbrún, öllu hvassari en í grasbítunum.
Jaxlarnir hafa breiða tyggifleti, nokkuð hnökrótta, og
eru vel fallnir til þess að tyggja og mala sundur, hvort
heldur er jurta- eða dýrafæða. Augntönnunum svipar til
Heilbrigt líf — 11
161