Heilbrigt líf - 01.12.1942, Síða 36
vígtanna rándýranna og hafa ýmis einkenni þeirra. Mætti
líta á þær sem úrkynjaðar vígtennur, en, hvað notkun við-
víkur, greinast þær lítt frá framtönnunum.
Maginn er miklu minni en í grasbítunum, allvöðva-
stæltur, meltingarsafar hans eru sterkir með allmikilli
saltsýru, og svipar í því til rándýranna. Þó mundi hon-
um ofraun að melta stóra kjötbita með húð og hári eins
og þá, er í rándýrsmagann koma, enda hefur maðurinn
tennur til þess að bíta í smærri bita og tyggja. Gerjunar-
hólf, til þess að vinna úr trénu („cellulose"), eru engin,
maginn er aðeins einhólfa, og botnlanginn lítið annað en
nafnið. (Það, sem í daglegu tali er kallað botnlangi, er
aðeins mjó tota út úr botnlanganum og heitir réttu nafni
botnlangatota. E. t. v. ber að líta á botnlangatotuna sem
menjar stærri botnlanga eins og í grasbítunum). Garnirn-
ar í heild eru hlutfallslega lengri en í rándýrunum, en
styttri en í grasbítunum.
Þessi samanburður, þótt ófullkomin sé, ætti að nægja
til þess að sýna, að gagnger munur er í mörgum atriðum
á meltingarfærum þeirra dýra, sem samkvæmt eðli sínu
eru kjötætur, eins og rándýrin, og hinna, sem lifa á jurta-
gróðri. En þrátt fyrir þetta, er hér ekki um algjörar and-
stæður að ræða. Rándýrin eru ekki einskorðuð við dýra-
fæðu, né heldur grasbítirnir við jurtafæðu, og þarf ekki
annað en að líta á þau dýrin, sem vér höfum nánust kynni
af, húsdýrin, til þess að sannfærast um það. Heyin eru
drýgð með fóðurbæti úr dýraríkinu, svo sem síldar- eða
fiskimjöli, og þykir gott til eldis. Hundarnir éta grauta
með beztu lyst, þótt þeim láti betur að glíma við kjöt-
bein.
Maðurinn Jíkist í ýmsu báðum flokkunum, dýra- og
jurtaætunum, en þó öllu meir dýraætunum, og virðist því
fjarstæða að halda því fram, að hann sé í eðli sínu ein-
skorðaður sem jurtaæta. Enda sýna dæmin, að hann getur
162
Heilbrigt líf