Heilbrigt líf - 01.12.1942, Síða 37
þrifizt ágætlega á dýrafæðu nær eingöngu, eins og t. d.
Skrælingjar.
Of mikil eggjahvíta? Önnur aðalröksemd jurtaætanna
gegn dýrafæðu var sú, að eggjahvíturík fæða væri mann-
inum skaðleg, þegar til lengdar lætur. Þessu til afsönn-
unar má aftur benda á Skrælingja, því að ekki er kunnugt,
að þeir bíði heilsutjón af eggjahvítuáti, þótt þeir neyti
hennar allra manna mest.
Eggjahvítan er manninum lífsnauðsynleg til viður-
væris, því að hún myndar aðaluppistöðuna í hverri ein-
ustu frumu líkamans. Og af þremur höfuðflokkum nær-
ingarefnanna: Eggjahvítu, fitu og kolvetnum, er það
eggjahvítan ein, sem fullvíst er, að sé ómissandi. Það
virðist því óneitanlega skjóta eitthvað skökku við, ef það
væri einmitt eggjahvítan, sem gerði dýrafæðuna svo var-
hugaverða eins og jurtaæturnar vilja vera láta, og það
því fremur, sem það verður ekki vefengt, að dýraeggja-
hvíta er fullkomnari, þ. e. fullnægir yfirleitt betur þörf-
um mannsins, heldur en eggjahvíta úr jurtaríkinu.
Margar tilraunir hafa verið gerðar í því skyni að
ákveða minnsta dagskammt af eggjahvítu, sem komizt
yrði af með, og má af þeim ráða, að hann sé um 45 gr.
að meðaltali, miðað við fulltíða mann. En auðvitað er
þetta talsvert misjafnt, fer m. a. eftir stærð manna.
Sumir komast e. t. v. af með rúm 20 gr., aðrir þurfa um
60 gr. Það má því ekki ætla mönnum minna en 60 gr. á
dag af eggjahvítu, svona upp og ofan, til þess að eiga
það ekki á hættu, að sumir verði vanhaldnir. Og í raun-
inn væri mjög óvarleg-t að miða við svona lítinn skammt,
því að þá mætti ekki mikið út af bera; en allar áætlanir
um samsetningu fæðis eru harla ónákvæmar. Flestir nær-
ingarfræðingar setja því markið hærra og telja menn
vanhaldna, ef fæðuútreikningar sýna minna en 70—80
Heilbrigt líf
168