Heilbrigt líf - 01.12.1942, Síða 43
Það er óneitanlega fyrirhafnarsamt að draga saman inni-
hald hennar í stutt mál. Og flest blöðin bera það með sér,
að þeim er kærkomnast lesmál, sem lítið þarf fyrir að
hafa. Ég tel þetta illa farið, því að Heilbrigðisskýrslurnar
eru merkilegt ritverk, og veita svör við mörgum mikil-
vægum spurningum um, hvar vér erum á vegi staddir í
heilbrigðismálunum. En um það eru mjög skiptar skoð-
anir. Það eru meðal vor skrifandi menn og mjög talandi,
í útvarp og víðar, sem telja þjóðina vera á glötunarbarmi
vegna „hrörnunarsjúkdóma“. En svo eru aðrir, sem hugsa,
að hún muni bala, þrátt fyrir allt það, sem einstaklingar,
og Alþingi með löggjöf sinni, syndga móti lífsins lögmáli
og nútíma þekkingu um heilbrigt líferni; og á sumum
sviðum sé þjóðin jafnvel að vinna á í baráttu við sjúk-
dómana.
Heilbrigðisskýrslurnar veita verðmæt svör við mörgu,.
þessu viðkomandi. Og þær eru hlutlaus dómstóll. Land-
læknir lætur fjölda lækna leggja orð í belg. Og allan fróð-
leikinn dregur hann 'saman reikningslega í kaldar talna-
raðir og dálka, sem fylla margar blaðsíður. Að vísu munu
aldrei öll kurl koma til grafar í þeim frásögnum. En óná-
kvæmnin er væntanlega svipuð á ári hverju, svo að vafa-
laust eru Heilbrigðisskýrslurnar talsvert ábyggilegar heim-
ildir.
1 fyrsta heftinu, sem út kom af „Heilbrigt Líf“, var rit-
að allrækilega um nýjustu skýrslur, sem þá voru tiltæki-
legar. Þær náðu til ársins 1938. I þetta skipti verður hér
rakið hið helzta um heilsu landsfólksins árið 1939.
ArferíSi og almenn afkoma.
I þessum stutta kafla er aðallega getið um afkomn
manna og atvinnu. Héraðslæknar láta líka getið árferðis,
og minnast ýmsir þeirra einstakrar árgæzku, er ríkti árið
1939. Ekki skal hér farið nánar út í að herma frá tíðar-
Heilbrigt. líf
169