Heilbrigt líf - 01.12.1942, Síða 46
en fæstir í september. Til farsóttanna teljast 27 mismun-
andi sjúkdómar, sem sundurliðaðir eru í skýrslunum. Efst
á blaði er kvefsótt, nálega 17 þús. sjúklingar. Yfirleitt var
veikin væg. — Hálft sjötta þúsund er talið fram með
kverkabólgu. En vitanlega kemur fjöldi manns með þessa
kvilla ekki á neinar skýrslur. Það verður mikið afrek,
þegar að því kemur, að einhver vísindamaðurinn finnur
ráð, til þess að taka fyrir kvefsjúkdóma í byrjun, eða koma
í veg fyrir þá. Það eru ekki fáir veikindadagar, sem af
þessum sjúkdómum hljótast. — Bamaveiki gerði sama
sem ekki vart við sig. — Blóðsótt gekk sem faraldur í
Reykjavík. Héraðslæknirinn gat rakið orsökina til neyzlu
ógerilsneyddrar mjólkur frá Samsölunni, og var lagt sölu-
bann á þá vöru. — Barnsfararsótt, aðeins 7 sjúklingar, en
2 dóu. Það er af, sem áður var, þegar fjöldi kvenna dó af
barnsförum, oftast vegna barnsfararsóttar.
Taugaveiki er jafnan talin traustur mælikvarði á þrifnað
og heilbrigðisstig þjóðanna. Sem betur fer, má segja, að
þessari hættulegu sótt sé nú haldið tryggilega í skefjum.
Alls voru 6 sjúklingar, en einn þeirra aðvífandi útlend-
ingur. Miklu ræður í þessu sambandi, hve vel er vandað
til vatnsbóla og mjólkursölu. Sýkingarháttur taugaveiki
er mjög ævintýralegur, því að sá, sem einu sinni hefir
tekið veikina, geymir stundum í sér sýklana árum saman
eða ævilangt, án þess að kenna sér meins sjálfur. Menn
verða sem sé stundum smitberar upp úr taugaveiki,
og ganga sýklarnir þá niður af þeim með saurnum. Þetta
er leitt í Ijós með aðstoð Rannsóknastofu Háskólans. I
Heilbrigðisskýrslunum er getið um smitbera í Blönduós-,
Sauðárkróks-, Húsavíkur-, Vestmannaeyja- og Keflavíkur-
læknishéraði, — einn í hverju héraði. Blönduóslæknirinn
læknaði einn mann með því að gera á honum holskurð og
skera úr honum gallblöðruna. En sýklarnir hafast stund-
um við í gallinu og hverfa, ef blaðran er tekin burtu. Þetta
172
Heilbrigt líf