Heilbrigt líf - 01.12.1942, Síða 47
ógæfusama fólk, sem að vísu kennir sér einskis meins
sjálft, en er hættusamt öðrum, og pestnæmt, stendur undir
eftirliti héraðslækna, í e. k. einangrun, þannig að það er
ekki frjálst að fara ferða sinna, og einkum er gengið eftir
því, að það fáist ekki við matreiðslu, nema þá ofan í sjálft
sig. Vestmannaeyjalæknirinn getur þess, að 12 ára telpa
hafi smitazt með þeim hætti, að hún fékk bita af blóðmörs-
kepp, sem smitberi einn (gömul kona) þar í Eyjum færði
heimilinu.
Inflúenzib-sjúklingar eru skráðir 5326, og virðist sóttin
hafa komið sérlega hart niður í Ólafsfjarðarhéraði, með
fylgisjúkdómum (eyrna- og lungnabólga). „Var barna-
skólinn hér lokaður í hálfan mánuð. Næstum allir köstuð-
ust niður á 2—3 dögum“, segir héraðslæknirinn.
Lungnabólga er skráð í 975 sjúkl., og tóku 289 taksótt,
en 686 kveflungnabólgu. Landlæknir ritar: „Á árinu var
lungnabólga öllu fremur en í meðallagi tíð, einkum tak-
sótt. Með v.orinu var almennt farið að nota hið nýja
lungnabólgulyf, súlfanílamid (Dagenan, M & B 693), og
syngja læknarnir því að kalla einróma og hástöfum lof.
Hefir því og ekki linnt síðan. Á hinu fyrsta ári sér þó ekki
áhrifanna mikinn stað á dánartölunni, því að hún má
heita því nær óbreytt frá meðaltali 10 næstu áranna á
undan, er 1203 dóu af 8981 skráðum sjúklingi, eða 13,4%,
en nú 124 af 975 skráðum, eða 12,7%“. Svo farast land-
lækni orð. Ég býst við, að flestum verði vonbrigði að út-
komu dánartölunnar og verður fróðlegt að sjá, hvað næstu
dánarskýrslur hafa að segja um þann póst. — Skarlats-
sóííar-sjúklingar voru skráðir 64, en kíkhósti gerði ekki
vart við sig. — Með heimakomu eru skráðir 65. Þessi sjúk-
dómur er nú orðinn vel viðráðanlegur með nýjustu lyfjum
(einkum prontosil), og því ekki eins uggvænn og áður. I
gamla daga þótti tilvalið að nota við heimakomu ána-
maðkabakstra, eða bakstur úr kúamykju eða súru skyri.
Heilbrigt líf
173