Heilbrigt líf - 01.12.1942, Blaðsíða 48
Ennfremur volgan mannasaur í plástur (J. J.: ísl. þjóð-
hættir). — Aðeins 13 sjúklingar skráðir með þrymlasótt,
venjulega manna á milli nefnd „hnútarós^ (erythema
nodosum). Þessi einkennilega veiki er nú orðið af læknum
talin undanfari eða byrjunarstig berklaveiki, og lofar því
góðu, hve lítið er um þennan kvilla, er lýsir sér með hita-
veiki og rauðleitum þrymlum hér og hvar í hörundinu,
einkum á fótleggjum. Fróðlegt væri, ef landlæknir léti
skrá karla og konur út af fyrir sig, því að konur virðast
hér í áberandi meiri hluta, hvað sem veldur. — Ristil
fengu að heita má nákvæmlega jafnmargir eins og árinu
áður, þ.e.a. s. 63 sjúklingar skráðir. — Kossageit er svo al-
geng, að telja má þjóðinni til vansa, vegna þess að lúsin
er vafalítið undirrót sýkingarinnar, oft og einatt. Skráðir
voru 124, en voru sennilega miklu fleiri. Það leita ekki
allir læknis, þó að þeir fái frunsu framan í sig. — Mænu-
sótt, 12 sjúklingar skráðir, enginn dáinn. (Árið 1935:
300 sjúklingar, 29 dánir.) Um þessa veiki segir í skýrsl-
unum: „Smáfaraldur í Blönduós- og Sauðárkrókshéruð-
um, og er veiki þessi trygg við Norðurland“.
Næsta fróðleg er frásögn héraðslæknisins í Vestmanna-
eyjum um fýlungapestina (psittacosis). Þessarar veiki var
að nokkru getið í Heilbrigðisskýrslunum 1938. Erlendis
nefnist hún páfagaukapest, vegna þess að þeir fuglar hafa
borið veikina þar. En hér á landi er smitun fólksins rakin
til fýlunga, og koma þá aðallega til greina Vestmanna-
eyja- og Mýrdalshérað, þar sem fýlungatekja hefir verið
stunduð. Sjúkdómurinn lýsir sér sem harðvítug lungna-
bólga, og er talinn til „virus“-sjúkdóma. En „virus“ nefn-
ast sýklar, svo smáir, að ekki verður komið auga á þá í
venjulegum smásjám — líka nefndir huldusýklar. Héraðs-
læknir Vestmannaeyja hefir orðið var við einstöku sjúkl-
inga síðan árið 1936. Allt voru það konur, sem reytt höfðu
fýlunga, og tóku veikina 10—12 dögum þar á eftir.
174
Heilbrigt líf