Heilbrigt líf - 01.12.1942, Qupperneq 52
og kunnugt er, voru sjúklingarnir fluttir í Kópavogshæli
í stríðsbyrjun. Væri ekki vænlegra til endanlegrar útrým-
ingar holdsveikinni, að allir þeir sjúklingar, sem vitað er
um, væru í hælinu? »
Sullaveiki. Framtal sjúklinganna er frekar ruglingslegt
í skýrslunum. Þeir eru taldir 6 skv. mánaðaskrám, en eru
vitanlega miklu fleiri. 0g fjöldi manns gengur með mein-
lausa lifrarsulli á landi hér, án þess að þeir komi á skýrsl-
ur. Þeir læknar, sem fást við röntgenstörf, sjá iðulega
sulli, svona aukalega við annað, sem verið er að athuga.
Þetta bendir á, að langt muni í land að útrýma veikinni.
Það er vitanlegt, að eftirliti með slátrun er'sums staðar
áfátt, og hundanna ekki gætt sem skyldi. Og óskiljanlegt
er, að heilbrigðisstjórnin skuli ekki láta fara fram vís-
indalega rannsókn á gagnsemi svo nefndrar hundahreins-
unar, sem gerð er mikið til í blindni.
Geitur. Enn er tíningur af slíkum sjúklingum. Síðu-
læknirinn getur konu á sextugsaldri, en ekki tókst að
koma henni til lækninga. Geitur eru fjölskyldusjúkdóm-
ur. Langflestir taka sjúkdóminn á barnsaldri, og smitast
þá af foreldrum sínum eða systkinum. Það er mest undir
árvekni héraðslækna og skólalækna komið að leita uppi
þessa sjúklinga. Á Röntgendeild Landspítalans voru til
geislalækninga mæðgur úr Hesteyrarhéraði. Ef rösklega
væri gengið eftir, mætti útrýma geitum með öllu.
Kláði. Taldir fram 910 sjúklingar. Það er há tala, og
þjóðinni til vansæmdar — og þó fjöldi manns vafalaust
vantalinn. Kláði er landlægur faraldur, sem blossar upp
meira í einn tíma, en annan og orsakast af sérstökum
maur. Nokkuð er pexað um, hvort upptökin séu frekar
í sveitum eða í kaupstöðum. Hannes Guðmundsson, húð-
sjúkdómalæknir, segir þennan kvilla miklu algengari en
skýrslur herma frá, enda taka flestir heimilismenn sjúk-
dóminn, ef hann berst í fjölskylduna á annað borð. Lækn-
178
Heilbrigt líf