Heilbrigt líf - 01.12.1942, Page 53
irinn telur líklegt, að kláði berist manna á milli á íþrótta-
og sundstöðum bæjarins. 1 sama streng tekur læknirinn
í Eyrarbakkahéraði eftir reynslu sinni við sundlaugina
í Hveragerði. Húðsjúkdómalæknirinn leggur til, að kláða-
lækningastöð verði komið upp í Reykjavík, í líkingu við
slíkar stofnanir erlendis. Sjúklingarnir fá þar lækningu,
en fatnað sinn sótthreinsaðan um leið, vegna þess að
heimilin ráða oft ekki við sjúkdóminn á eigin spýtur. —
Þrjú ár eru liðin síðan Hannes Guðmundsson bar fram
þessa tillögu, og ekkert lát á kláðanum. En kláðalækn-
ingastöðin er ókomin. Vitanlega þyrftu slíkar stöðvar að
vera víðar á landinu. Flestir héraðslæknar geta sjúk-
dómsins sérstaklega í skýrslum sínum.
Krabbamein. Til yfirlits um gang sjúkdómsins þykir
rétt að taka upp dánartölurnar síðustu 10 árin. Þær eru
sem hér segir:
1930 1931 193? 1933 1934 1935 1936 1937 1918 1939
106 120 133 125 141 147 140 156 141 157
Sarkmein munu vera meðtalin.
Ársyfirlit var samið um alla sjúklinga með illkynjuð
æxli — heilameinsemdir meðtaldar — og voru taldir fram
117 sjúkl. í Reykjavík, en 95 annars staðar á landinu.
Krabbamein var langoftast í^maganum, því næst í brjost-
unum, en legið er þriðja í röðinni.
Menn geta nú athugað ofangreindar dánartölur, og
gert sér grein fyrir, hvort krabbameinið muni fara hratt
vaxandi með þjóðinni, eins og sumum þykir uggvænt um
og kenna einna helzt um óheppilegu matarhæfi. Vitanlega
verður að taka tillit til fjölgunar landsmanna.
Ýmsir sjúkdómar.
I þessum kafla kennir margra grasa. Svo að segja allir
héraðlæknar minnast á tannskemmdirnar sem eitt algeng-
Heilbrigt líf
179